Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 54

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 54
52 HEILSUVERND frá flotanum, og rúmur helmingur þeirra, eða 13, dóu með miklum harmkvælum. Það var skelfing að hlusta á stun- urnar í þeim og hvernig þeir gripu andann á lofti í andar- slitrunum. Hér lá eg nú og beið dauðans ásamt herbergisfélaga mín- um. En dagarnir liðu hver af öðrum, og líftóran vildi ekki slokkna! Um leið og eg var fluttur þangað, var hætt að gefa mér inn meðulin. Líðanin varð undir eins heldur skárri, og eg fór að fá svolítla matarlyst, En sjúkrahúsmat- inn mátti eg ekki sjá og því síður bragða án þess að fá ógleði og uppköst. 1 þess stað fór mig að langa meir og meir í gróft rúgbrauð og súrmjólk. En auðvitað töldu allir læknar og hjúkrunarkonur sjúkrahússins það hreinasta brjálæði að gefa dauðvona sjúklingi siíkan mat. En eg var dauður hvort eð var, svo að eg fékk ósk mína uppfyllta, líkt og þegar dauðadæmdum manni er gefið að borða það, sem hann óskar eftir, áður en hann er leiddur á högg- stokkinn. Eg á engin orð til að lýsa því, hve vel mér bragðaðist grófa brauðið og súrmjólkin. Eg borðaði mjög lítið og var- lega í fyrstu og fýsti mjög að vita, hvort eg mundi halda því niðri. Já, maginn skilaði því ekki aftur! Eg lá kyrr og saug að mér hina ilmandi brauðangan. Mér hló hugur í brjósti, og svo sofnaði ég vært, í fyrsta skipti um langan tíma. Svefninn hafði sefandi og styrkjandi áhrif á mig, og þegar eg vaknaði, skar eg aftur litla sneið af brauðinu og tuggði hana bæði vel og lengi, en fékk mér smásopa af súrmjólk á milli brauðbitanna. Eg fann það greinilega, að lífsþrótturinn var að færast í mig á nýjan leik. En þeta var mjög einhliða fæði. Hefði eg bara haft vit á að biðja um lítið eitt af grænu salati eða öðru grænmeti með brauðinu. Þá hefði eg náð mér fljótt! Eigi að síður fór mér að batna greinilega, og eg var von bráðar fluttur inn í herbergi til sjúklinga í afturbata. Eg var aftur á leiðinni til lífsins, hugsaði eg. Vorið nálgaðist, og mig var farið að fýsa heim. Brátt fór eg að staulast fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.