Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 54

Heilsuvernd - 01.04.1948, Page 54
52 HEILSUVERND frá flotanum, og rúmur helmingur þeirra, eða 13, dóu með miklum harmkvælum. Það var skelfing að hlusta á stun- urnar í þeim og hvernig þeir gripu andann á lofti í andar- slitrunum. Hér lá eg nú og beið dauðans ásamt herbergisfélaga mín- um. En dagarnir liðu hver af öðrum, og líftóran vildi ekki slokkna! Um leið og eg var fluttur þangað, var hætt að gefa mér inn meðulin. Líðanin varð undir eins heldur skárri, og eg fór að fá svolítla matarlyst, En sjúkrahúsmat- inn mátti eg ekki sjá og því síður bragða án þess að fá ógleði og uppköst. 1 þess stað fór mig að langa meir og meir í gróft rúgbrauð og súrmjólk. En auðvitað töldu allir læknar og hjúkrunarkonur sjúkrahússins það hreinasta brjálæði að gefa dauðvona sjúklingi siíkan mat. En eg var dauður hvort eð var, svo að eg fékk ósk mína uppfyllta, líkt og þegar dauðadæmdum manni er gefið að borða það, sem hann óskar eftir, áður en hann er leiddur á högg- stokkinn. Eg á engin orð til að lýsa því, hve vel mér bragðaðist grófa brauðið og súrmjólkin. Eg borðaði mjög lítið og var- lega í fyrstu og fýsti mjög að vita, hvort eg mundi halda því niðri. Já, maginn skilaði því ekki aftur! Eg lá kyrr og saug að mér hina ilmandi brauðangan. Mér hló hugur í brjósti, og svo sofnaði ég vært, í fyrsta skipti um langan tíma. Svefninn hafði sefandi og styrkjandi áhrif á mig, og þegar eg vaknaði, skar eg aftur litla sneið af brauðinu og tuggði hana bæði vel og lengi, en fékk mér smásopa af súrmjólk á milli brauðbitanna. Eg fann það greinilega, að lífsþrótturinn var að færast í mig á nýjan leik. En þeta var mjög einhliða fæði. Hefði eg bara haft vit á að biðja um lítið eitt af grænu salati eða öðru grænmeti með brauðinu. Þá hefði eg náð mér fljótt! Eigi að síður fór mér að batna greinilega, og eg var von bráðar fluttur inn í herbergi til sjúklinga í afturbata. Eg var aftur á leiðinni til lífsins, hugsaði eg. Vorið nálgaðist, og mig var farið að fýsa heim. Brátt fór eg að staulast fram

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.