Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 36
34
HEILSUVERND
Papua-hérað, Nýju Guineu. W. M. Strong, yfirlœknir,
segir:
„Eg hefi átt heima i Papua í nærri 10 ár og átt mikið saman við
íbúana að sælda. Það hefir vakið furðu mína, hve sjaldgæf botn-
langabólga er hér. Eg hefi aðeins séð 3 tilfelli hér: vægt tilfelli í
Evrópumanni, ákaft og banvænt tilfelli í manni frá Samoa og greini-
legt kast i innfæddum matreiðsludrong, sem vann hjá mér, en
honum batnaði. Að þessum þremur fráskildum hefi eg aldrei séð
neitt grunsamlegt tilfelli, og eftirtektarvert er það, að þessi eini
Papúi hafði samið sig að mataræði og lifnaðarháttum Evrópubúa."
Yarloop, Vestur-Ástrálíu. S. C. Moore segir:
„Spurningu yðar um botnlangabólgu get eg svarað á þá leið, að
hún er mjög sjaldgæf hér. í spítala okkar liggja að meðaltali 120
sjúklingar á ári, og þar af eru aðeins 2cfo með botnlangabólgu. Eg
hygg, að hún sé mjög algeng í stærri borgum.“
Brezku Solomonseyjar. R. H. S. Marshall segir:
„Síðustu þrjú árin hefi eg aldrei rekizt á né heyrt getið um botn-
langabólgu í innfæddum manni. En eg heyrði getið um hvítan mann,
sem veiktist snögglega, var fluttur til Sydney og skorinn upp við
botnlangabólgu með góðum árangri."
Trinidad, Cubc William S. Cleaver segir:
„Síðustu árin höfum við fengið mörg tilfelli af botnlangabólgu,
en þau koma aðallega fyrir hjá fæddum Evrópubúum eða afkomend-
um þeirra. Sjálfur hefi eg ekki rekizt á neitt tilfelli meðal lituðu
kynflokkanna. Eyjan telur um 330.000 íbúa, og hvítir menn eru þar
á að gizka 4.000.“
Kingston, Jamaica. J. A. Allwood segir:
„Eg sendi yður stuttan lista yfir þau tilfelli, sem við höfum fengið
til meðferðar hér í spítalanum. Af honum getið þér séð, að botn-
langabólga er ekki algeng. Við erum þeirrar skoðunar, að þessi
sjúkdómur fari ekki eftir kynflokkum, Þvi að hann kemur fyrir hjá
þeim innfæddum, sem hafa tekið upp lifnaðarhætti Evrópubúa, en er
hinsvegar mjög sjaldgæfur meðal hinna, sem lifa meira eða minna
frumstæðu lífi.“