Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 24
22
HEILSUVERND
hátt og sé því ekki augljós öllum þegar í stað. Sökum þess,
að mannkynið hvarf frá hinni eðlilegu fæðu náttúrunnar
sjálfrar, og fór að búa til alls konar „Fúfú“ til að leggja
sér til munns, lagði heilsa þess og lífsnautn á flótta. Stauti
gömlu konunnar, Mótó, táknar öll þau verkfæri, sem notuð
eru til þessarar skemmdarstarfsemi. Og í stað þess að
henda stautanum burt og sættast við Guð, þ. e. a. s.
gera heilsu og hamingju mögulegt að koma aftur til sín,
tekur mannkynið að setja von sína á alls konar læknislyf
og dularfullar læknisaðgerðir. Það tekur að stara á mánann,
þar sem dauðinn býr með trumbu sína. Það leitar langt
yfir skammt, fer yfir lækinn til að sækja vatn. I stað
þess að breyta lifnaðarháttum sínum í rétt horf, sem er
hið eina, er dugar til lengdar, leita mennirnir á náðir lækn-
anna, þegar í óefni er komið, og láta þá lappa eitthvað upp
á sig til bráðabirgða. En hið versta er, að þegar þeirri
þrautalendingu er náð, taka oft við vegleysur einar og
þokur miklar, svo að ómögulegt er að þekkja réttar áttir.
Læknarnir virðast margir líta á sig fyrst og fremst sem
eins konar vélaviðgerðamenn, en ekki sem verði og vernd-
ara heilbrigðinnar, ekki sem presta og spámenn neins
heilsuguðs, er allir eiga að þjóna. Og eftir að menn eru
komnir úr höndum læknanna, þar sem þeir hafa ef til vill
fengið einhverja bráðabirgðaviðgerð á líkamsvélinni, halda
þeir áfram að borða sitt ,,Fúfú,“ og verða svo að vitja
læknanna aftur, og áfram heldur svikamyllan, þangað til
sá læknir kemur, sem gerir allar læknisaðgerðir óþarfar
— dauðinn!
En annars á hin gamla ömmusaga víðar við en á vett-
vangi heilbrigðismálanna. Hún getur einnig verið hollt
íhugunarefni á hinu andlega sviði. Þar er margt „Fúfú,“
margs konar svikafæða, sem getur verið góð á bragðið, en
er óholl og ef til vill beinlínis eitruð. Þar getur stautinn
hennar Mótó gömlu verið t. d. penni, sem notaður er til
þess að setja einhverja vitleysu á pappír, og fleira mætti
nefna. Þegar höfuðáherzlan virðist t. d. vera lögð á ein-