Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 24
22 HEILSUVERND hátt og sé því ekki augljós öllum þegar í stað. Sökum þess, að mannkynið hvarf frá hinni eðlilegu fæðu náttúrunnar sjálfrar, og fór að búa til alls konar „Fúfú“ til að leggja sér til munns, lagði heilsa þess og lífsnautn á flótta. Stauti gömlu konunnar, Mótó, táknar öll þau verkfæri, sem notuð eru til þessarar skemmdarstarfsemi. Og í stað þess að henda stautanum burt og sættast við Guð, þ. e. a. s. gera heilsu og hamingju mögulegt að koma aftur til sín, tekur mannkynið að setja von sína á alls konar læknislyf og dularfullar læknisaðgerðir. Það tekur að stara á mánann, þar sem dauðinn býr með trumbu sína. Það leitar langt yfir skammt, fer yfir lækinn til að sækja vatn. I stað þess að breyta lifnaðarháttum sínum í rétt horf, sem er hið eina, er dugar til lengdar, leita mennirnir á náðir lækn- anna, þegar í óefni er komið, og láta þá lappa eitthvað upp á sig til bráðabirgða. En hið versta er, að þegar þeirri þrautalendingu er náð, taka oft við vegleysur einar og þokur miklar, svo að ómögulegt er að þekkja réttar áttir. Læknarnir virðast margir líta á sig fyrst og fremst sem eins konar vélaviðgerðamenn, en ekki sem verði og vernd- ara heilbrigðinnar, ekki sem presta og spámenn neins heilsuguðs, er allir eiga að þjóna. Og eftir að menn eru komnir úr höndum læknanna, þar sem þeir hafa ef til vill fengið einhverja bráðabirgðaviðgerð á líkamsvélinni, halda þeir áfram að borða sitt ,,Fúfú,“ og verða svo að vitja læknanna aftur, og áfram heldur svikamyllan, þangað til sá læknir kemur, sem gerir allar læknisaðgerðir óþarfar — dauðinn! En annars á hin gamla ömmusaga víðar við en á vett- vangi heilbrigðismálanna. Hún getur einnig verið hollt íhugunarefni á hinu andlega sviði. Þar er margt „Fúfú,“ margs konar svikafæða, sem getur verið góð á bragðið, en er óholl og ef til vill beinlínis eitruð. Þar getur stautinn hennar Mótó gömlu verið t. d. penni, sem notaður er til þess að setja einhverja vitleysu á pappír, og fleira mætti nefna. Þegar höfuðáherzlan virðist t. d. vera lögð á ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.