Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 12
Sir Arbuthnot Lane:
Eg mun ekki
ðr krabba .
Menn hafa spurt mig um álit mitt á krabbameininu,
þessum sjúkdómi, sem allir óttast.
Eg óttast eJcki krabbameinið!
Eg mun ekki deyja úr krabba!
Eg veit, hvernig hægt er að koma í veg fyrir þennan
sjúkdóm. Eins og eg fer að, þannig geta allir farið að, og
þannig ættu allir að fara að — svo framarlega sem þeir
vilja forðast þennan sjúkdóm, sem er verri en berklar,
sýfilis og margir aði’ir hræðilegir sjúkdómar samanlagðir.
Það er siðmenningin, sem hefir leitt krabbameinið yfir
okkur. Og það sem menningin hefir leitt yfir okkur, því
getur hún einnig útrýmt.
Það er á valdi okkar sjálfra að losa okkur við krabba-
meinið, á sama hátt og frjálsar, frumstæðar þjóðir hafa
alltaf verið lausar við það og eru jafnvel enn í dag.
En því aðeins eru þær lausar við þennan vágest, að þær
haldi fast við hina frumstæðu og heilbrigðu lifnaðarhætti
sína. Jafnskjótt og þær taka upp lífsvenjur menningar-
þjóðanna, verða þær krabbameininu að bráð á sama hátt
og við.