Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 21
HEILSUVERND
19
stéttarbróður hans og samherja, Jónasar lœknis Kristjáns-
sonar hér á landi. Báðir voru þeir með beztu og þekktustu
læknum og skurðlæknum sinnar þjóðar og komust, hvor
í sínu lagi, að svipuðum niðurstöðum um orsakir mann-
legra meina. Báðir eru þeir áratugum á undan sinni sam-
tíð og hafa til að bera þá sannleiksást, skyldurækni, áræði
og óbilandi þrek, sem öllum brautryðjendum er nauðsyn-
legt. Nokkru áður en Sir William stofnar félag sitt í
London, er Jónas Kristjánsson, þá læknir á Sauðárkróki,
byrjaður að prédika í ræðu og riti gegn hvítum sykri,
hvítu hveiti, kaffi o. s. frv. og brýna fyrir mönnum að
lifa rétt, til þess að forðast sjúkdómabölið. Og þegar hann
er tæplega sjötugur, stofnar hann Náttúrulækningafélag
íslands árið 1939. Þeir hafa samtímis vakið hreyfingu,
hvor í sínu landi, sem ekki verður kveðin niður, heldur
á eftir að eflast og vaxa fiskur um hrygg, landi og lýð til
ómetanlegrar blessunar, efnalega og andlega.
Jónas Kristjánsson kynntist Sir William í utanlandsferð-
um sínum. Það var hann, sem benti Jónasi á bók Are
Waerlands, „In the cauldron of disease“. En Sir William
var einn þeirra manna, sem Waerland telur sig eiga mest
að þakka og hafa lært mest af. Hann var kennari Waerlands
og síðar náinn vinur hans og aðdáandi, eins og formálinn,
er hann ritar að nefndri bók, og ummælin, sem birt eru
annarsstaðar hér í heftinu, bera vott um.
Sir William Arbuthnot Lane varð fyrir slysi í myrkvun
Lundúnaborgar veturinn 1939 - ’40, og tveimur vetrum
síðar fékk hann slæma inflúensu. Náði hann sér aldrei til
fulls og andaðist hinn 16. janúar 1943, á 87. aldursári.
FÉLAG NÁTTÚRULÆKNA
GERIR JÓNAS KRISTJÁNSSON HEIÐURSFÉLAGA. —
Jónas Kristjánsson, læknir, hefir nýlega verið kjörinn
heiðursfélagi í félagi náttúrulækna í Kaliforníu (The Cali-
fornian Society of Naturopathic Physicians).
2*