Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 64

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 64
62 HEILSUVERND Svör: 1. Skalli stafar of ónógu blóðstreymi til hársekkjanna, þar sem hárvöxturinn fer fram, og af vöntun steinefna og fjörefna í næring- una. Innisetur og kyrrsetur eiga nokkurn þátt í því, að menn verða sköllóttir, ennfremur þétt höfuðföt. Ættgengi ræður nokkru um. Loks getur skalli verið afleiðing af sérstökum sjúkdómum. 2. Flasa er smitandi sjúkdómur, sem orsakast af svepp. Að öðru leyti koma og til greina sömu orsakirnar og þær, sem valdar eru að skalla. Gott ráð við flösu er að þvo hársvörðinn með klút vættum í sterku sódavatni (blanda saman vatni og þvottasóda til helminga eftir þunga), og skola vel á eftir úr volgu vatni. Endurtaka þvott- inn annanhvern dag í fyrstu en síðan sjaldnar. Borða sem mest af lífandi og náttúrlegri fæðu og nudda hársvörðinn daglega fast og þétt með fingurgómunum, og eiga bæði þessi ráð einnig við hárlosi og skalla. Hársvörðinn á að nudda neðan frá og upp á hvirfilinn nokkrum sinnum og síðan með hröðum hreyfingum í ýmsar áttir, svo sem þrjár mínútur á hverjum morgni. 3. Já, má segja undantekningariaust. Líkaminn framleiðir sjálfur beztu hárfeiti, sem völ er á. 4. Já. Kaplamjólk og ösnumjólk er að efnasamsetningu líkust móðurmjólkinni og þvi tilvalin næring handa börnum, sem ekki eru á brjósti. 5. Já. Flestar jurtir og grænmeti er bezt að borða nýtt og ósoðið, en auðvitað vel hreinsað og vandlega þvegið. Túnsúra (almennt rang- nefnd hundasúra, sem er önnur jurt), njóli og rabarbari innihalda mikið af sterkum sýrum, og ber því að gæta mjög hófs í neyzlu þeirra. (1 Heilsuvernd 1946, 1.-2. hefti og í „Nýjum leiðum 11“ eru leiðbeiningar um notkun innlendra nytjajurta). 6. 1 mýrarrauðu eru hrein járnsambönd, sem ekki eru talin skað- leg. 7. Láta augnlækni athuga augun og hlíta ráðum hans. Séu sól- gleraugu notuð, verða þau að vera alveg litlaus (reyklituð). 8. Já, öll kyrrseta er óholl, veldur m. a. tregum hægðum og ann- arri kyrrstöðu í líkamanum og þar af leiðandi eitrun hans. Til að bæta þetta upp, þurfa þeir, er slíka vinnu stunda, að iðka líkams- æfingar daglega og hreyfa sig undir beru lofti sem lengst á degi hverjum. 9. Nýmjólk úr heilbrigðum og rétt fóðruðum kúm inniheldur flest þau efni, sem likaminn þarfnast, þar á meðal mikið af kalki og fos- fór, sem er einn aðalefniviðurinn í tönnunum. H. S., Akureyri, kvartar yfir því, að honum takist ekki að láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.