Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 23

Heilsuvernd - 01.04.1948, Side 23
HEILSUVERND 21 ,,Já, vissulega," segir gamla konan, ,,ég hélt, að ég hefði sagt þér það. Það var nú í fyrndinni. Þá var himnadrottinn mjög nálægur mönnunum. En gömul kona, Mótó að nafni, sem fann upp sérstaka aðferð til þess að mylja Fúfú (til- búin fæðutegund), gerði drottni gramt í geði, er hún var með hinn langa stauta sinn. Þegar Guð kvartaði yfir þessu við hana, heimtaði hún, að hann hörfaði undan, og þess vegna dró hann sig í hlé langt inn í himinhvolfið, og frá þeim tíma misstu menn- irnir samband sitt við hann.“ „Borðuðu mennirnir ekki Fúfú fyrir þennan tíma?“ spurði drengurinn. „Nei,“ sagði amma gamla. „Mennirnir þekktu áður ekkert til matreiðslu, og þessvegna var ekki nauðsynlegt að steyta Fúfú.“ Söguhöfundur segir, að þetta hafi verið fyrsta fræðsla sín í heimsfræði. Seinna varð hann auðvitað vitrari, og lærði þá að hlæja að þessari kerlingabók, og fleirum af svipuðu tagi. En hann bætir því við, að þar hafi komið, að hann fór að líta öðrum augum á þessa sögu ömmu gömlu. Honum skildist, að mikill og merkilegur sannleikur mundi fólginn vera í þessu einkennilega líkingamáli, og það var aðallega þrennt, sem honum virtist það gefa í skyn, — i fyrsta lagi, að Guð hafi í fyrndinni verið miklu nær mönnunum en nú; í öðru lagi, að hann hafi neyðst til þess að leggja á flótta frá mönnunum, fela tilveru sína fyrir þeim vegna yfirsjóna þeirra, og — í þriðja lagi, að orsök þess, að svona fór, var a. m. k. meðal annars sú, að mennirnir neyttu fæðu, sem þannig var farið með, að það var Guði á móti skapi, þ. e. a. s. ónáttúrlegrar fæðu, sem var óholl. — Þegar ég virði fyrir mér alla hina heimskulegu lifnaðar- hætti nútímamanna, og ekki sízt mataræðismenningu þeirra, kemur mér oft til hugar þessi gamla ömmusaga, og þá verður mér ljóst, hve miklum og merkilegum sannleika hún býr yfir, þó að sá sannleikur sé boðaður á táknrænan

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.