Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 7

Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 7
HEILSUVERND 5 hefi tekið menn í svitabað, er þeir voru að taka kvefið. Reynsla mín er sú, að oft má losna alveg við framhald þess. Kvef og hálsbólga er oft ráðstöfun forsjónar lífsins til þess að losa líkamann við eiturefni sem blóðið þarf að losna við. Þessvegna eru heit böð og sviti samvinna við þessa forsjón heilsu og lífs. Eiturlyf vinna í þveröfuga átt. f stað hins heita vatnsbaðs er gott að þvo kropp hins sótt- heita manns úr vel volgu vatni og þerra strax á eftir. Þá er og gott að vefja líkamann á eftir í mjúkum og hlýjum ullardúkum og framkalla þannig svita, því fylgir værð og oft góður svefn. Jafnframt þessari innpökkun er gott að drekka vatn helzt með sítrónu eða aldinsafa saman við. Yfirleitt verða menn að drekka mikið af heitu vatni í sótthita til þess að auðvelda útgufun og útþvott líkamans. Þegar menn eru losaðir við innpökkun þarf að strjúka yfir hörund þeirra með handklæði vættu eða röku úr köldu vatni, og því næst þurrka það vel á eftir með grófu handklæði, svo að blóðið hlaupi út í hörundið. Þessar hjúkr- unaraðgerðir hressa sjúka menn betur en nokkur lyf. Þær styrkja lífsaflið í stað þess að lyfin veikja það, hlaða líkamann nýju eitri. Böð og þvottur auka mjög viðnáms- þrótt líkamans, — draga úr hitasótt og auka vellíðan. Ef börn hafa háa hitaveiki, er nauðsynlegt að vefja út- limi þeirra með handklæði stutta stund, vættu upp úr köldu vatni. Böðum, þvottum og innpökkun í voðir þarf að haga eftir ástandi sjúklingsins, og er því ekki unnt að gefa fullgildar almennar reglur um hvað réttast er í hverju tilfelli. Þar kemur ýmislegt til greina, sem ekki verður tekið fram í stuttri blaðagrein. Munnur, nef og kok. 4. Fjórða ráðið er að halda vel hreinum munni, nefi og koki hins sóttheita manns. Er gott að hafa til þess volgt

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.