Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 9
Til lesenda
„Strandapósturinn“ kemur nú fyrir augu lesenda í annað
sinn, og við það tœkifœri viljum við ritnefndarmenn fœra þakkir
þeim aðilum, sem mest og bezt stuðluðu að því að gera útgáfu
„Strandapóstsins“ að veruleika sl. ár. Viljum við þar sérstaklega
nefna formann og gjaldkera Atthagafélags Strandamanna í
Reykjavík, þá Harald Guðmundsson og Lýð Benediktsson og
stjórnina í heild, en síðast en ekki sízt Þorstein Matthíasson, sem
af sönnum áhuga og átthagaást hóf efnissöfnun og hratt málinu í
framkvœmd. Ollum öðrum, sem lögðu ritinu iið og efni, fœrum
við beztu þökk.
Það er einlœg von okkar, að þetta nýja hefti ritsins megi
stuðla að því að viðhalda þeim hljómgrunni, sem fyrsta útgáfan
greinilega vakti. Við vonum einnig, að „Strandapósturinn“ megi
lifa áfram um árabil. En til þess að svo megi verða, þurfum við á
auknu samstarfi að halda við lesendur og Strandamenn, sem vilja
og geta lagt ritinu til nokkuð efni.
A yfirstandandi ári varð ritnefndin fyrir því mikla áfalli, að
formaður hennar, Jón M. Bjarnason, lézt, og er þar höggvið vand-
fyllt skarð í okkar hóp. En minningin um hinn lifandi áhuga hans
og einlægan vilja mun verða okkur hvatning til að halda útgáfunni
áfram, og sérstaklega ánægjulegt er, að sonur Jóns heitins, Elías,
blaðamaður að atvinnu, mun nú taka sœti f'óður síns i ritnefnd-
inni.
Að endingu hvetjum við lesendur til að hafa samband við
okkur í síma eða bréflega. Bréf og efni má senda í POSTHOLF
128, Reykjavik.
Ritnefnd.