Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 14
bænda en venja er til um þetta leyti vetrar. Gekk svo fram um
áramót.
Vœnleiki dilka og fjöldi sláturfjár:
Haustslátrun fór fram í sláturhúsum kaupfélaganna á Borð-
eyri, Óspakseyri, Hólmavík og á Norðurfirði. A Borðeyri er einnig
slátrað fé úr Staðarhreppi í V-Húnavatnssýslu og allmörgu fé úr
Laxárdalshreppi í Dalasýslu.
Tafla I sýnir fjölda sláturfjár og meðalfallþunga dilka á þessum
stöðum haustið 1967.
Tafla I:
Fjöldi Meðalfallþ.
Borðeyri 14-420 14,90 kg
Óspakseyri 5.336 15,01 —
Hólmavík* 14.189 15,17 —
Norðurfjörður 4.484 15,17 —
Samt. og meðalt. 38.429 15,04 kg
*) Á Hólmavík er nýrmörinn veginn með.
Framkvœmdir bœnda:
Nýrækt á árinu 1967 var 170,51 ha., og er það mesta nýrækt,
sem lokið hefur verið á einu ári í sýslunni. Önnur ræktun, þ.e.
endurrækt og frumrækt, var 24.03 ha.
Nýjar túngirðingar voru 39,48 km.
Byggingar, þ.e. áburðargeymslur og hlöður, voru 3017 m3.
Súgþurrkunarkerfi 768 m2
Þrjár skurðgröfur unnu að framræzlu í sýslunni, og grófu þær
samtals skurði, sem voru 87,88 km. að lengd og 225,794,0ms.
Jarðabótamenn voru 137.
Byrjað var á byggingu fjögurra íbúðarhúsa í sýslunni sumarið
1967, og voru þau öll í sveit. Þrjár jarðir féllu úr ábúð á árinu,
en það voru Seljanes og Naustvík í Árneshreppi og Ásmundames
í Kaldrananeshreppi.
Tafla II sýnir fjölda bænda, ræktun alls á býlum í byggð og
meðaltúnstærð á bónda í hinum einstöku hreppum sýslunnar
31/12 1967.
12