Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 16
Tafla IV: Rækja Fiskur
Guðmundur frá Bæ Hólmavík 54.241 kg 36.975 kg
Hilmir —• 19.579 — 47.660 —
Hrefna II — 27.533 —
Kópur — 29.879 — 11.745 —
Mummi —- 1-345 —
Sigurfari — 40.385 — 68.650 —
Víkingur — 34.060 — 3.990 —
Guðrún Guðmundsdóttir Kleifum 14.795 — 139.635 —
Smári —• 45.595 — 1.920 —
Pólstjarnan Hamarsbæli 44.128 — 78.245 —
Sólrún Drangsnesi 36.312 — 48.975 —
Flugaldan Djúpavík 81.000 —
Guðrún Eyri 35.000 —
Opinberar framkvæmdir:
Unnið var að nýbyggingu vega á nokkrum stöðum í sýslunni.
Lokið var 0,8 km löngum kafla á Kolbeinsárhálsi og 0,6 km
löngum kafla á veginum inn í Hólmavíkurkauptún. Þá var
endurbyggður vegur á 1,0 km löngum kafla á Veiðileysukleif. Var
sá vegur breikkaður í 10—12 m.
Byggð var brú á Reykjarfjarðará 25 m löng og á Kjósará 18 m
löng brú. I kringum þessar brýr voru byggðir vegarspottar 1,5
km að lengd.
Þá voru byggðar fimm smábrýr 3—5 m langar á veginum í
Árneshreppi á Kolbeinsvíkurá, Kráku, Tunguá, Húsá og Búðará.
Veruleg viðgerð fór fram á bryggjunni á Drangsnesi. Var m.a.
steypt á hana ný plata. Einnig var bryggjan á Norðurfirði lengd
um 8 m og endurbætt.
Á árinu var haldið áfram byggingu heimavistarskóla að Klúku
í Bjarnarfirði, en byrjað var á grunni þeirrar byggingar árið
1966. Að byggingu skólans standa tveir hreppar, Kaldrananes-
hreppur og Hrófbergshreppur. Lokið var við að gera húsið fok-
helt. Sankvæmt kostnaðaráætlun gerðri á árinu 1966 var sá áfangi
metinn á rúmar 2 miljónir króna, og eru líkur fyrir því, að sú á-
14