Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 23

Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 23
Þá rann upp fjórði dagurinn, og lagði ég snemma af stað í góðu veðri. Færð var góð út með Kollafirðinum að vestan. A Kollafjarðarnesi var viðkomustaður, þar bjó síra Jón Brandsson og kona hans Guðný Magnúsdóttir. Þar var gott að koma. Þaðan hélt ég áfram inn Tungusveit og stanzaði ekki fyrr en á Kirkju- bóli, sem var viðkomustaður. Þar bjó Grímur Benediktsson, faðir Benedikts, sem nú býr á Kirkjubóli. Þaðan hélt ég af stað um rniðjan dag áleiðis til Hólmavíkur og kom þangað seint á degi. Þar var póstafgreiðslumaður Magnús Pétursson læknir. Nú var pósturinn farinn að minnka, svo að ég skildi koffortin eftir, sendi hestinn til baka að Heydalsá og fékk hann þar geymdan þar til ég kærni til baka. Eg stóð við hjá Magnúsi meðan hann afgreiddi póstinn, og var það langur tími. Eg fékk þar molakaffi, síðan útbjó ég póst- inn í bak og fyrir, en þegar ég var í þann veginn að fara, kom Magnús með stóran meðalaböggul og bað mig fyrir hann. Þá var komið kvöld, en ég hélt þó af stað og fór inn að Osi, gisti þar hjá Gunnlaugi Magnússyni og konu hans Mörtu Magnúsdóttur. Þar átti ég góða nótt og þurfti ekkert að borga, þau hjón voru mjög gestrisin. Fimmti dagur, bjart veður, en mikið frost. Eg komst tíman- lega af stað, hafði viðkomu á Hrófbergi en þar bjó Magnús Magn- ússon hreppstjóri, hélt svo áfram að Bassastöðum, sem var við- komustaður. Þar var húsráðandi Ingimundur Jónsson, er var póst- ur út Selströnd. Áfram hélt ég yfir Bassastaðaháls, kom að Skarði, þar sem bjuggu Bjarni Jónsson og Valgerður Einarsdóttir, hélt þaðan áfram niður Bjarnarfjörð, gekk um á Svanshóli og skil- aði bréfum, hitti bóndann Ingimund Jónsson, en stanzaði ekk- ert. Næst kom ég við í Reykjarvík, hitti Amgrím Jónsson bónda þar og skilaði þar bréfum. Áfram hélt ég að Eyjum, sem var viðkomustaður. Þar bjuggu í tvíbýli Anna Guðmundsdóttir ekkja Gestar Loftssonar og Loftur Guðmundsson, þar drakk ég kaffi og var þá farið að dimma. Ég bað um fylgd og fékk hana. Það er um klukkutíma gangur frá Eyjum norður að Kleifum og fékk ég fylgd miðja vega. Ég gerði vart við mig á Kleifum og hélt síðan áfram að Kaldbak. Þar gisti ég um nóttina hjá þeim 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.