Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 23
Þá rann upp fjórði dagurinn, og lagði ég snemma af stað í
góðu veðri. Færð var góð út með Kollafirðinum að vestan. A
Kollafjarðarnesi var viðkomustaður, þar bjó síra Jón Brandsson
og kona hans Guðný Magnúsdóttir. Þar var gott að koma. Þaðan
hélt ég áfram inn Tungusveit og stanzaði ekki fyrr en á Kirkju-
bóli, sem var viðkomustaður. Þar bjó Grímur Benediktsson, faðir
Benedikts, sem nú býr á Kirkjubóli. Þaðan hélt ég af stað um
rniðjan dag áleiðis til Hólmavíkur og kom þangað seint á degi.
Þar var póstafgreiðslumaður Magnús Pétursson læknir. Nú var
pósturinn farinn að minnka, svo að ég skildi koffortin eftir, sendi
hestinn til baka að Heydalsá og fékk hann þar geymdan þar til
ég kærni til baka.
Eg stóð við hjá Magnúsi meðan hann afgreiddi póstinn, og
var það langur tími. Eg fékk þar molakaffi, síðan útbjó ég póst-
inn í bak og fyrir, en þegar ég var í þann veginn að fara, kom
Magnús með stóran meðalaböggul og bað mig fyrir hann. Þá var
komið kvöld, en ég hélt þó af stað og fór inn að Osi, gisti þar hjá
Gunnlaugi Magnússyni og konu hans Mörtu Magnúsdóttur. Þar
átti ég góða nótt og þurfti ekkert að borga, þau hjón voru mjög
gestrisin.
Fimmti dagur, bjart veður, en mikið frost. Eg komst tíman-
lega af stað, hafði viðkomu á Hrófbergi en þar bjó Magnús Magn-
ússon hreppstjóri, hélt svo áfram að Bassastöðum, sem var við-
komustaður. Þar var húsráðandi Ingimundur Jónsson, er var póst-
ur út Selströnd. Áfram hélt ég yfir Bassastaðaháls, kom að Skarði,
þar sem bjuggu Bjarni Jónsson og Valgerður Einarsdóttir, hélt
þaðan áfram niður Bjarnarfjörð, gekk um á Svanshóli og skil-
aði bréfum, hitti bóndann Ingimund Jónsson, en stanzaði ekk-
ert. Næst kom ég við í Reykjarvík, hitti Amgrím Jónsson
bónda þar og skilaði þar bréfum. Áfram hélt ég að Eyjum, sem
var viðkomustaður. Þar bjuggu í tvíbýli Anna Guðmundsdóttir
ekkja Gestar Loftssonar og Loftur Guðmundsson, þar drakk ég
kaffi og var þá farið að dimma. Ég bað um fylgd og fékk hana.
Það er um klukkutíma gangur frá Eyjum norður að Kleifum og
fékk ég fylgd miðja vega. Ég gerði vart við mig á Kleifum og
hélt síðan áfram að Kaldbak. Þar gisti ég um nóttina hjá þeim
21