Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 25
ég létt norður ströndina. Er ég hafði gengið í 2l/ klst. varð
mér litið í fjöruna skammt frá mér og sá þar hvíta skepnu.
Hélt ég fyrst að þetta væri kind, en er betur var að gáð, var
þetta bjamdýr. Mér fór nú ekki að lítast á blikuna og hélt
hærra upp í hlíðina. Dýrið varð mín ekki strax vart, og nú sá
ég til bæjar og herti gönguna, en þegar ég leit til baka, sá ég
að dýrið var komið á slóð mína og fór hratt. Þegar ég kom á
hlaðið í Drangavík, var dýrið komið heim á tún. Það var kofi
á túninu og hélt dýrið þangað. Kofinn var opinn og lagði úr
honum grútarlykt, og fór dýrið inn í kofann. Þá hlupu menn að
heiman og lokuðu kofanum. Þá bjó í Drangavík Jóhannes
Magnússon og kona hans Sigríður Jakobsdóttir. Hjá þeim dvaldi
faðir Jóhannesar, Magnús Magnússon, og einnig var þar maður
að nafni Þorbergur Samúelsson. Þessir menn lögðu nú til atlögu
við dýrið og hugðust rota það. Magnús var djarfhuga maður og
gekk hann fremstur og kom höggi á dýrið svo að úr blæddi.
Konurnar biðu heima og vora allhræddar, en þá sjá þær mann
koma eftir ísnum, og var þar kominn Guðjón Jónsson frá Mun-
aðarnesi. Hann var með byssu og skaut dýrið í kofanum. Dýrið
var ekki fullvaxið, þeir fláðu belginn af því með klóm og kjafti,
og keypti Guðmundur í Ófeigsfirði af þeim skinnið óverkað á
fimmtíu krónur.
Eg fékk fylgd upp á hálsinn frá Drangavík, allt gekk vel að
Dröngum. Þar var ég kyrr í 5 daga í góðu yfirlæti, en á sjötta
degi hélt ég til baka. Jakobína gaf mér tilbúna selskinnsskó, þeir
komu í góðar þarfir á bakaleiðinni. Kuldi var mikill, frostið fór
í 30 stig. Mér gekk vel frá Dröngum í Ófeigsfjörð, þaðan fór ég
á réttum tíma áleiðis til Hólmavíkur. I innleið tók ég hestinn á
Heydalsá og greiddi ég eina krónu á dag fyrir hann. Ég gisti á
Stóra-Fjarðarhomi, en um nóttina hlóð niður lognfönn svo mik-
illi að um morguninn sagði Sigurður að hálsinn væri ófær. Nú
var úr vöndu að ráða, því ég hafði aðeins tvo daga til stefnu til
að ná í póstana að Stað. Ég bað Sigurð um fylgd upp á hálsinn
og fór hann með mér. Snjórinn var laus og náði sumstaðar í
mitti. Sigurður snéri til baka á miðjum hálsinum og ekkert tók
hann fyrir fylgdina. Að Gröf kom ég eftir 5 klst. ferð, en það er
23