Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 29
TaliS frá vinstri: Simon Jóh. Agústsson, Guðjón Jónsson,
bóndi í Litlu-Ávík, Guðbrandur Þorláksson, símstjóri
úthafi. Fullt er þar af skerjum og boðum og mun þar sjaldnast
lendandi, nema í stillum eða vestan aflandsvindi og þá helzt á
vorin og sumrin. Skammt fyrir utan Þórðarhelli ganga forvaðar í
sjó fram, svonefnt Landskegg, og er engum manni fær sú leið til
Reykjaness. Hyman er einnig ókleif. Eina færa leiðin í Þórðar-
helli er frá Litlu-Ávík, undir Hyrnunni. Er sú leið þó all ógreiðfær,
því að þræða verður ýmist fjárgötur í bröttum skriðum eða
klöngrast um stórgrýti í víkum niðri. Þórðarhellir er því tilvalinn
felustaður sakir þess, hve dulinn hann er og afskekktur og örðugt
að komast að honum. Sést hann hvergi að, nema af sjó, og ber svo
lítið á mynni hans, að menn geta hæglega gengið fram hjá honum
án þess að veita honum athygli. Reki er nógur til eldsneytis í f jör-
unni fyrir neðan, vatn seytlar undan berginu rétt hjá hellinum
og hann er svo stór, að reyk mun lítið út úr honum leggja, þótt
eldur sé kyntur. Ágæt fiskimið em þar skammt undan landi, og
var oft áður á þeim slóðum stagur erlendra fiskiskipa. Litla-
Ávík er afskekktur bær og munu varla margir áður fyrr hafa
lagt þangað leið sína, nema að hafa erindi. Svo var um mig, sem
27