Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 35
bálkur sá, sem Tómas talar um. Enga hleðslu sáum við uppi á
steininum og tel ég mjög ólíklegt, ef ekki með öllu fyrir það girt
að maður gæti búið sér þar bæli. Steinn þessi er til vinstri handar,
þegar inn er komið. Kunnugur maður, Jón Samsonarson (d.
1962), sem ólst upp á Finnbogastöðum, en bjó lengi að Múla í
Dýrafirði, sagði mér, að hann hefði alloft komið í Þórðarhelli á
unglingsárum sínum, og hefði þá sézt leifar af hleðslu, hægra meg-
in, þegar inn var komið í hellinn. En nú sjást hennar engin merki.
Þess má geta, að stundum er farið með skólaböm í heimavistarskól-
anum á Finnbogastöðum einu sinni á ári til þess að skoða hellinn.
Gæti verið að þau — eða aðrir — hefðu raskað bálkinum. Við
grófum tvær litlar holur í hellisgólfið- sem er gert úr fínu svörtu
duftú um D/2—2 skóflustungur á dýpt, og fundum þar nokkur
kindabein og tófuskolt. Hér skal þess getið, að Ólafur Briem mag.
art., menntaskólakennari að Laugarvatni, kannaði Þórðarhelli sum-
arið 1967, en fann ekki heldur nein óræk merki um að menn
hefðu búið þar.
Nú vaknar sú spurning, hvort saga Tómasar víðförla um Þórð
sakamann styðjist við nokkra sannsögulega atburði og þá, hvenær
þeir hafi gerzt. Hér er ekki um auðugan garð að gresja, því að um
Þórð þenna hefur mér ekki tekizt að afla neinnar vitneskju. Fyrr
greind ummæli Eggerts Ólafssonar, sem ferðaðist um Strandir í
ágústmánuði sumarið 1754, eru áreiðanlega ekki úr lausu Iofti
gripin, enda hafði hann veður af sakamönnum á Ströndum,
þegar hann var þar á ferð. Hann segir svo í ferðabók sinni:
„Engines heitir bær norðanvert við fjörðinn (Eyvindarfjörð).
Hann fór í eyði fyrir nokkrum árum, en nú hafði þjófur einn, sem
strokið hafði úr fangelsi á Suðurlandi, setzt þar að ásamt konu
sinni. Þarna á Ströndunum eru mjög haganlegir griðastaðir fyrir
þess háttar lýð, enda veldur hann hinum fáu bændum þar sí-
felldri hræðslu og tjóni.“ (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama
Pálssonar. Reykjavík 1943, I. bindi bls. 346).
A Reykjanesi býr árið 1703 Jón Magnússon hreppstjóri, 59
ára, og kona hans, Ragnhildur Alexiusdóttir, 59 ára. Þau áttu
mörg böm og meðal þeirra tvo sonu, Jón, 20 ára, og Grím, 19
ára. Koma nöfn þeirra feðga heim við sögu Tómasar og getur það
2
33