Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 43
samþykkt að hefja verkið þá um sumarið og sérstakri bygging-
arnefnd falið að sjá um framkvæmdir. Fyrstu daga júnímánað-
ar var grafið fyrir grunni hússins og bygging hafin. Hákoni
Kristjánssyni, byggingameistara í Reykjavík, var falið að sjá um
bygginguna. Húsið varð fokhelt um haustið. A næstu árum mið-
aði verkinu seint, en skilaði þó áfram nokkum spöl á hverju ári.
Takmörkuð fjárráð ollu mestu um að seint gekk.
Sýningarsalur byggðasafnsins er 276 m2, Ofeigsskálinn 123 m2
og anddyri, sem einnig er notað sem sýningarsvæði 102 m2.
Hér er því um 500 m2 sýningarsvæði að ræða. Það má öllum
vera ljóst að meginmáli skiptir hagnýting þessa svæðis og ekki á
færi annarra en kunnáttumannaa að setja upp svo fjölþætt
safn svo að vel fari. Hér var líka um nýjung að ræða að byggja
upp gömul hús, eins og baðstofuna frá Syðsta-Hvammi og stof-
una frá Svínavatni inni í sýningarskála. Uppsetning safnsins og
skipulagning öll hvíldi á Þjóðminjaverði, dr. Kristjáni Eldjárn og
safnvörðum þjóðminjasafnsins. Gísil Gestsson, safnvörður, vann
lengst við uppsetningu safnsins og réði mestu um skipulag allt,
auk þjóðminjavarðar. Enda hefur vel tekizt og hafa þeir mörgu
gestir, er safnið sáu s.l. sumar, almennt lýst ánægju sinni yfir
því.
Héruðin, sem að byggðasafninu standa, eiga þjóðminjaverði, dr.
Kristjáni Eldjárn þakkir að gjalda fyrir að hafa valið Ófeigi stað
hér og þann ríka þátt, sem hann á í því, að safnið er til orðið
og svo myndarlegt sem raun er á. Án þessa frumkvæðis hefði efa-
laust dregizt að sameiginlegu byggðasafni yrði komið upp.
Fólkið, sem byggir héruðin við Húnaflóa, hefur deilt sömu kjör-
um frá upphafi byggðar og löngum haft náin samskipti. Bygg-
ing safnsins er einskonar innsigli á aldalöng samskipti og jafn-
framt fyrirheit um að þau skuli haldast. Staðurinn er heldur ekki
valinn af handahófi. Reykjaskóla sækir fjöldi ungmenna úr þess-
um héruðum. í byggðasafninu geta þau lesið sögu um harða lífs-
baráttu, er forfeður þeirra og mæður hafa háð á sjó og landi,
einnig um hagleik þeirra og listhneigð er birtist í mörgum hag-
lega gerðum hlutum. Þekking á þeirri sögu verður þeim vonandi
gott veganesti til framtíðarinnar.
41