Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 62
í brú, þegar við vorum saman á vakt, og þá sagði hann mér
margar sögur frá fyrri sjóferðum sínum.
Einn háseti var á Særúnu, Björgvin Hlíðar Guðmundsson
24 ára, mjög efnilegur maður, ættaður frá Austfjörðum. Hann
bjó um tíma í Bolungarvík, en flutti suður, því við vorum
mest í Reykjavík.
Kokkurinn hét Halldór, hann var frá Þingeyri við Dýrafjörð,
heyrði illa og gat ekki sagt r, var alltaf kallaður Dói kokkur,
hann var eldri maður og gráhærður, en sá bezti kokkur sem
ég hef verið með til sjós, hans sérgrein var að elda mat. Eitt
átti hann fram yfir okkur hina, að hann fór á hvert ball um
helgar ef hann var í landi, sannur sjómaður fram á síðustu
stund. Hann varð bráðkvaddur við starf sitt úti á sjó, var þá
kominn á annað skip Við Gunnar vorum vélstjórar á Særúnu
eins og áður er sagt. Vélin var dönsk „Mias“, þungbyggð, 440
hestöfl, snarvend, var áður í Laxfossi. Við vél, sem er snar-
vend, þarf vélstjórinn að skipta afturábak og áfram eftir því sem
hringt er niður úr brúnni, þá er eins gott að gera rétt í hvert
skipti, sem þarf að bakka eða taka áfram. Við Gunnar höfðum
4 klst. vaktir í senn. Fyrsta höfn var oftast Patreksfjörður, oft
þurftum við að koma við í Gufunesi og á Akranesi að taka sem-
ent og áburð. Um borð unnu allir jafnt á dekki við að skipa
upp vörunni, Gunnar var við spilið, Sigþór á lúgunni, en við
hinir í lest, farið var höfn úr höfn um alla Vestfirði, á Isafirði
var snúið við.
Allstaðar var okkur tekið vel, við áttum góða vini á öllum
höfnum og fórum oft í smáferðalög með þessum vinum okkar.
þegar við áttum frí. Vissulega leið okkur vel í þessu gamla skipi.
Allir samtaka, engin illindi, við vorum sem ein fjölskylda,
stundum komu konur okkar með okkur, eina og eina ferð á
sumrin og margt skemmtilegt skeði, sem ekki er ástæða til að *
segja frá hér. Eina ferð fórum við til Englands með fiskimjöl
fyrir Einar Guðfinnsson og komum með kol til baka. Vissulega
viðsjárverð ferð á gömlu skipi um haust, en sem betur fór kom
ekkert fyrir þá. Þannig gekk á ýmsu í tæp 4 ár.
Þann 29. janúar 1962 fórum við frá ísafirði seint um kvöld.
60