Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 63
Særún.
Við höfðum lestað lýsistunnur og fleira, bæði í lest og á dekk,
og átti þessi farmur að fara til Reykjavíkur. Veðrið var gott til
að byrja með, en þegar við vorum út af Patreksfirði fór að versna
í sjóinn. Ég var í koju og vaknaði við að skipið lét mjög illa,
það lamdi skutnum niður og valt mikið, og oft var hringt niður
á hæga ferð þegar stórar öldur komu æðandi að skipinu.
Þegar mín vakt byrjaði kl 7 um morguninn, vorum við í
Látraröst, sunnan suðvestanátt var, og snjókoma öðru hvoru. Við
Konráð áttum vakt saman, Sigþór átti frívakt, en Björgvin átti
að standa með Konráði, sennilega hefur Sigþór ætlað að vera
uppi meðan við værum í röstinni, hann var einn af þessum
traustu sjómannshetjum, sem Island er svo stolt af að eiga.
Þeir voru því þrír í brúnni þegar Særún fékk áfallið. Ég fór
niður í vélarrúm og leysti Gunnar af, það var nóg að gera niðri
við að stjórna vélinni, slá af og bæta við, smyrja, lensa og fleira.
Þegar kl. er um hálf átta er hringt á minnstu ferð og síðan er
flautað í talrörið, ég svara, en fæ ekkert svar.í því finn ég að
61