Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 66
HELGA BJARNADOTTIR:
Minningar frd 1918
Helga Bjarnadóttir, sem
hér segir frá, er fædd 24. maí
1896 á Klúku í Bjarnarfirði,
Strandasýslu. — Foreldrar
hennar voru Bjarni GuÖ-
mundsson og Jóhanna GuÖ-
mundsdóttir. Þau bjuggu á
Klúku um langt skeiö.
Sumarið 1918 var það á-
kveðið, að ég skyldi læra
ljósmóðurfræði, og starfa að
því loknu fyrir Kaldrananes-
hrepp. Þetta þýddi, að ég
varð að fara til Reykjavíkur
og dvelja þar á skóla.
Eg var orðin 22 ára, þeg-
ar hér var komið, — farin af
bamsaldrinum, mundi sagt nú. Þetta mátti þó heita fyrsta ferð mín
frá föðurhúsunum. Faðir minn skildi við mig á Hólmavík og
bað mér allrar blessunar. Skipið sem átti að flytja mig til Reykja-
víkur, var „Vesta“ gamla, hægfara flutningadallur. En önn-
ur skip voru ekki til taks. Þetta var síðustu dagana í september
1918. Þarna hittist svo á, að geisaði harður norðanstormur, og
farþegar urðu óskaplega sjóveikir, — og ég líka. Skipið gekk upp
og niður á öldunum. En af öllu því sem gerðist á þessu ferða-
lagi, var vatnsskorturinn verstur. Hann var alveg hræðilegur.
Hver hjálpaði öðrum eftir mætti, þar sem þjónusta var af skom-
64