Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 68
inn mjög slæmur sjúkdómur eða farsótt. Hún lýsti sér þannigr
Mikill hiti, höfuðverkur, þyngsli fyrir brjósti, -— sumir fengu tak,
aðrir óráð. Þarna var þá komin spánska veikin, sem allir þekkja
af frásögnum og reynslu, -— bráðsmitandi drepsótt.
Eg vil aðeins geta þess, að í október þetta haust, fór Katla að
gjósa/ og það kom þegar óþefur í loftið. Síðan kom öskufall. ryk
var mikið í lofti og brennisteinsfýla. Þetta varð erfitt fyrir þá að
þola, sem veikir voru af spánsku veikinni og áttu margir erfitt
með andardrátt.
Ekki man ég með vissu, hvenær veikin kom til okkar, en ég
held að það hafi verið 9. nóvember. Þá daga veiktist húsbónd-
inn, og þrjú börnin daginn eftir, svo konan hans og svo 4. bam-
ið, en eitt barnið veiktist ekki. Ég fann til lasleika þann daginn
en var þó í fötum. En svo um nóttina veiktist ég mikið og fékk
óráð. — Mér fannst þá ásækja mig grimmir, hosóttir kettir, sem
ætluðu að rífa mig í sig. Líðanin var alveg óskapleg, — og lá ég
milli heims og helju.
Ég vaknaði um nóttu við að séra Friðrik Friðriksson stóð á
miðju gólfi. Hann var kominn til að bjóða hjálp sína, ná í vatn,
sækja lækni handa þeim sem veikastir voru, og hagræða sjúk-
um eftir fremsta megni. Þá vissi ég ekki, að húsbóndinn var kom-
inn á sjúkrahús. Hann var fluttur þangað á þeim tíma, sem ég
var með óráði. Hann var þá orðinn svo mikið veikur, að ekki var
hægt að hafa hann heima. Hann hafði verið fluttur í barna-
skólann sem gerður var að sjúkrahúsi. Með því að gera barna-
skólann að spítala, voru leyst vandræði fjölda heimila. Hjálpaði
sárveiku fólki í þjáningum og dauða, eins og heimildir eru um
frá þessum dögum. Á þriðja degi var ég farin að hressast, þó
var ég með 39 stiga hita. Þá kom gamla konan til mín. Hún
hafði aldrei veikzt. Hún sagði mér, að húsmóðirin væri í þann
veginn að fæða bamið, og bað mig að koma til hennar og hjálpa
henni. Þar tók ég á móti litlu andvana bami. Áður hafði ég aðeins
verið við tvær fæðingar. Þegar hér var komið, var móðirin orðin
mállaus, en ekki rænulaus. Ég reyndi að gera litla andvana
barninu til góða, lagði það í litla vöggu, sem þar var við hendi.
Hlúði síðan að konunni og lét hreint við hana. Svo settist ég á
66