Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 68

Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 68
inn mjög slæmur sjúkdómur eða farsótt. Hún lýsti sér þannigr Mikill hiti, höfuðverkur, þyngsli fyrir brjósti, -— sumir fengu tak, aðrir óráð. Þarna var þá komin spánska veikin, sem allir þekkja af frásögnum og reynslu, -— bráðsmitandi drepsótt. Eg vil aðeins geta þess, að í október þetta haust, fór Katla að gjósa/ og það kom þegar óþefur í loftið. Síðan kom öskufall. ryk var mikið í lofti og brennisteinsfýla. Þetta varð erfitt fyrir þá að þola, sem veikir voru af spánsku veikinni og áttu margir erfitt með andardrátt. Ekki man ég með vissu, hvenær veikin kom til okkar, en ég held að það hafi verið 9. nóvember. Þá daga veiktist húsbónd- inn, og þrjú börnin daginn eftir, svo konan hans og svo 4. bam- ið, en eitt barnið veiktist ekki. Ég fann til lasleika þann daginn en var þó í fötum. En svo um nóttina veiktist ég mikið og fékk óráð. — Mér fannst þá ásækja mig grimmir, hosóttir kettir, sem ætluðu að rífa mig í sig. Líðanin var alveg óskapleg, — og lá ég milli heims og helju. Ég vaknaði um nóttu við að séra Friðrik Friðriksson stóð á miðju gólfi. Hann var kominn til að bjóða hjálp sína, ná í vatn, sækja lækni handa þeim sem veikastir voru, og hagræða sjúk- um eftir fremsta megni. Þá vissi ég ekki, að húsbóndinn var kom- inn á sjúkrahús. Hann var fluttur þangað á þeim tíma, sem ég var með óráði. Hann var þá orðinn svo mikið veikur, að ekki var hægt að hafa hann heima. Hann hafði verið fluttur í barna- skólann sem gerður var að sjúkrahúsi. Með því að gera barna- skólann að spítala, voru leyst vandræði fjölda heimila. Hjálpaði sárveiku fólki í þjáningum og dauða, eins og heimildir eru um frá þessum dögum. Á þriðja degi var ég farin að hressast, þó var ég með 39 stiga hita. Þá kom gamla konan til mín. Hún hafði aldrei veikzt. Hún sagði mér, að húsmóðirin væri í þann veginn að fæða bamið, og bað mig að koma til hennar og hjálpa henni. Þar tók ég á móti litlu andvana bami. Áður hafði ég aðeins verið við tvær fæðingar. Þegar hér var komið, var móðirin orðin mállaus, en ekki rænulaus. Ég reyndi að gera litla andvana barninu til góða, lagði það í litla vöggu, sem þar var við hendi. Hlúði síðan að konunni og lét hreint við hana. Svo settist ég á 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.