Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 69
rúmstokkinn og hélt í hendina á henni. Við töluðum ekkert
saman. Það mun varla hafa verið meira en hálfur klukkutími,
þá var hún látin. Þá var húsbóndinn líka dáinn, og kom lík
hans heim um kvöldið. Voru því hjónin og andvana barnið
saman í herbergi. — Þá voru eldri telpurnar farnar að frískast,
en litla Guðlaug mikið veik.
Aðfaranótt 17. nóvember finnst mér vera ýtt við mér. Eg rís
upp og lít yfir í rúmið, þar sem gamla konan svaf, og við ljósið
sýndist mér eitthvað vera að. En þegar ég aðgætti betur, þá var
hún alveg að deyja og lézt að lítilli stundu liðinni. Systir hús-
bóndans var beðin að hjálpa,og kom hún með bróður sinn. Var
það augljóst að Guðlaug hefði fengið hjartaslag, enda þurfti mikið
þrek til að þola þá hörmulegu erfiðleika og sorgir, sem þarna
steðjuðu að.
Börnin, þau sem eftir lifðu, fóru burt af heimilinu, þeim var
komið fyrir, og það var mér tjáð, að þau hefðu öll lent hjá góðu
fólki. En Guðlaug litla fór á spítala og þar lézt hún.
Þegar ég svo nokkrum dögum síðar fór að rölta úti, máttlaus
og niðurbrotin, ætlaði ég að heilsa upp á matsölukonuna. Þá var
hún dáin og fjöldi af fólki þar í húsinu, sem hafði fengið þar
leigt. Nú var ég vegalaus og vinafá. En það fór samt vel, — íyrir
tilstilli Þómnnar ljósmóður og hjálpsemi hennar komst ég á góðan
stað og gat haldið áfram að læra.
Þetta er aðeins lítið sýnishorn af því, hvernig spánska veikin
hagaði sér, og svona var það víða, meðan hún geisaði, -— hún
kom víða við.
í Morgunblaðinu — annan desember þetta ár — er skýrt frá
því að flest dauðsföll í spánsku veikinni í Reykjavík, hafi verið
á þessu heimili Bergstaðastræti 11. En þar létust bæði hjónin og
tvö börnin, og svo Guðlaug fullorðin kona, sem nefnd hefur verið.
Guðlaug hafði verið á heimili foreldra móðurinnar, en fluttist
til hennar á Bergstaðastræti 11 þegar hún giftist og stofnaði
heimili og bjó hjá þeim til æviloka.
Ég hefi þessa frásögn ekki lengri. —- Það setur að manni hroll
að hugsa um þessa myrku daga í Reykjavík. Fjöldi fólks, sem
veiktist, en lifði af veikina, náði sér ekki til fulls. Og sárin vom
67