Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 72
GUÐM. GUÐNI GUÐMUNDSSON:
Gömul kynni gieymast ei
Sunaarið 1931 lagði ég, þá ungur að árum, leið mína með
„Esju“ frá ísafirði til Steingrímsfjarðar. Var það nálægt sól-
stöðum eins og þegar Þórður kakali Sighvatsson fór með her
manns á flota úr fiskibátum og ætlaði að leggja undir sig Norð-
urland en mætti þá öðrum flota að norðan á miðjum Húnaflóa,
sem hugðist leggja undir sig Vestfirði, en leiðangrar beggja ó-
nýttust í einu sjóorustunni, sem Islendingar hafa háð. Hlaut
hvorugur sigur en hákarlar æti af líkum kappanna, er féllu í
orustunni.
Ekki má skilja þetta svo, að ég hafi ætlað að feta í fótspor
Þórðar kakala og vinna Strandir úr höndum Tryggva Þórhalls-
sonar forsætisráðherra, er þá var goði Strandamanna, ég ætlaði
aðeins að herja fyrir daglegu brauði ef auðið yrði, því Isafjörður
var þá atvinnurýr.
Strendir tóku mér vel og reyndust mér alltaf vel, þar er gott
fólk og gleðiríkt, harðgert í lífsbaráttu sinni og feimulaust, gest-
risið og umburðarlynt.
Ströndum köldum áður á
óðum snjó í veðrahrinum
eða glaðir sigldum sjá
sú er minning bezt hjá vinum.
Mér er enn í minni fyrsta nóttin, sem ég var á Selströnd-
inni, þessari sólríku klettóttu strönd sem verið hefur skjöldur og
skjól fiskimanna frá landnámsöld. Ég gisti hjá bróður mínum
Auðunni Árnasyni nú bónda að Dvergasteini við Djúp. Hann bjó
70