Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 75
í hólmana eftir björg, en nú sýndist mönnum sem mikil auðæfi
væru þarna fólgin. Að lokum var sætzt á málin að ráði sýslu-
manns, en fáir reyndu þetta aftur. Og þó, það rifjast nú upp
fyrir mér að nokkrum árum síðar fórum við þrír saman nótt
eina frá Drangsnesi í vestangarra. Þeir, sem með mér voru í
ferð þessari, voru Magnús Sigurjónsson sjómaður frá Reykjavík
og Elías Benediktsson frá Brúará. Vorum við allir syndir og viss-
um að enginn bátur var við vötnin.
Þegar komið var á staðinn var lágnætti, strekkingsvindur og
kuldi nokkur. Var nú vol í mönnum en þótti ókarlmannlegt að
hætta við svo búið. Varð að samkomulagi að allir skyldu afklæð-
ast og hefja sund út í einn hólmann þar sem mikið var af
fugli. Fór nú einn í hvorn stað bak við hól og skyldi afklæðast.
Þegar ég hafði afklæðst lét ég bakpoka á öxl mér og hélt niður
að vatninu. Hvergi sáust félagar mínir fyrst í stað, en brátt
mátti þó sjá smettin á þeim uppundan hæðunum, voru þá báðir
óafklæddir og hinir vesölustu ásýndum. Hafði ég ekki tal af
þeim en lagðist til sunds og komst út í hólmann og fór að tína
egg sem gnægð var af. Sótti brátt að mér kuldi og fannst mér
ráðlegast að leita lands. Fannst mér vatnið volgt samanborið við
næturgoluna á landi. Tóku svo félagar mínir við mér ísköldum
og skjálfandi og urðu að klæða mig í fötin. Fofuðu þeir mjög
hreysti mína og afsökuðu sig með ótrúlegustu orðum. Var svo
haldið heim og farið að sjóða egg og skyldi nú borða vel áður
lagst yrði til svefns en ekki eru allar ferðir til fjár. Eggin voru
öll unguð og þó menn væru lystugir í meira lagi létu þeir ílla
við fiðrinu og endirinn varð sá, að mín hetjudáð var dæmd
einskisvirði, og ég held að þeir hafi jafnvel séð eftir að hafa eytt
tíma í að klæða mig í fötin. Síðan hef ég ekki farið í eggver
og lái mér hver sem vill.
Flest þau ár, sem ég var við Steingrímsfjörð, fékkst ég eitthvað
við barnakennslu. Einn veturinn var ég á Brúará hjá Benedikt
Sigurðssyni og kenndi börnum hans frá fyrra hjónabandi. Var
það vani minn að fara út með börnunum í rökkrinu til að
leika mér með þeim eða fara í gönguferðir um nágrennið. Þá var
það eitt sinn eftir mikla hríð og veðurofsa, að ég fór með bömin
73