Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 77
hreppi, voru mörg félög starfandi þar og fólk almennt vel upp-
lýst. Tvö lestrarfélög voru starfandi þar. Tvö ungmennafélög
með sína sundlaugina hvort og hygg ég það hafi þá verið met
á landinu öllu að eitt hreppsfélag ætti og starfrækti tvær sund-
laugar. Mér er minnisstætt sundfélagið Grettir í Bjamarfirði.
Þar lærði ég fyrstu sundtökin hjá Ingimundi Ingimundarsyni á
Svanshóli. Það vor varð sunddrottning þar, Hjálmfríður Jóhanns-
dóttir á Bakka, síðar kona Benedikts á Brúará.
Einn af þeim ungu mönnum, sem lærðu sund í Bjamarfjarð-
arlaug þetta vor var Bjarni vinur minn Guðbjörnsson. Varð
sundkunnáttan honum til lífs skömmu síðar suður í Faxa-
flóa á vetrarvertíð þegar bátnum, sem hann var á, hvolfdi á
miðum úti og hann sá á hvolfi í öldum úthafsins en tókst að
synda að. Létust þarna þrír vaskir menn.
Frá þessum sundstöðum komu margir góðir íþróttamenn eins
og t.d. Guðjón Ingimundarson íþróttakennari á Sauðárkróki og
Hermann Guðmundsson frá Bæ, einnig íþróttakennari og Jó-
hann Jónsson landskunnur skíðakappi frá Kaldrananesi, nú ný-
látinn. Ég er stoltur af því að hafa verið meðlimur í slíku fé-
lagi, þó ég yrði því lítt að gagni.
Ég minnist þess þó að hafa verið í skemmtinefnd þar einu
sinni, og þá réðumst við í það stórvirki að æfa og leika allan
„Skuggasvein“. Lékum við þá í litla þinghúsinu á Kaldrananesi
og urðu bændur staðarins að hafa alla leikendurna á sinn
kostnað meðan á æfingum stóð, en erfitt var að koma saman til
æfinga norðan af Bölum framan úr Bjarnarfirði og handan af
Selströnd/ en svo mikill var áhuginn, að verkið tókst prýðilega.
Ég man eftir því, að ég lék Ögmund eða Galdra-Munda að
vestan, og átti það vel við. Jón Sigurðsson á Bjamamesi lék
Skuggasvein og gerði það með ágætum, en af öllum, sem með
hlutverk fóra, þótti Ólafía Kjartansdóttir á Kaldrananesi, er lék
Margréti fara mest með sitt stykki og svo var jafnan þegar hún
tók þátt í leiklist þar. Aðeins einn maður þar nálgaðist hana í
túlkun persónu, það var Jón Pétur á Drangsnesi. Aldrei gleymi
ég því þegar hann lék Krans birkidómara í Ævintýri á göngu-
för. Það var hrein snilld.
75