Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 78
Það var haustið 1938, að haldið var ball við sundlaugina í
Hveravík og vildi svo slysalega til, að drukkinn maður braut
bollapar. Konunum í kvennfélaginu stóð orðinn stuggur af á-
fengisnotkun manna, sem virtist fara vaxandi ásamt heimabruggi,
sem þótti í sterkara lagi. Fengu konumar þá Asmund Brekkan
fulltrúa Góðtemplarareglunnar í Reykjavík til að senda mann
norður til þeirra og stofna stúku. Þá varð þessi vísa til:
Menn fá ekka minnkar grín
mein a'ó rekkum gengur
því að Brekkan brennivín
bannar að drekka lengur.
Einhvernveginn æxlaðist það svo, að ég varð fyrir valinu sem
fyrsti formaður stúkunnar, sem lilaut nafnið Hrönn, en Magndís
Aradóttir á Drangsnesi, sem eiginlega átti að taka þetta að sér,
varð mikil hjálparhella til að gera stúkuna starfhæfa, og gekk
hún svo hart fram í þessu, að maður hennar, sem var að vísu
reglumaður en mótfallinn hverskonar hömlum á persónulegan rétt
sinn, gekk í stúkuna og böm þeirra hjóna einnig. Jón Pétur
var stjórnsamur maður á Drangsnesi og er sjálfsagt enn sem
kaupmaður í Reykjavík, en menn norður þar litu á hann sem
einskonar smákonung, er það mála sannast að þar hafði hann
lítið ríki en gagnlegt. Hann var söngstjóri karlakórs og organ-
isti kirkjunnar á Kaldrananesi. Þegar ráðizt var í það stórræði
af góðtemplurum staðarins að leika „Ævintýri á gönguför“, var
auðvitað erfitt að fá alla þá söngkrafta, sem stykkið útheimtir, inn-
an stúkunnar sjálfrar. Fengum við því nokkra utanfélagsmenn
í lið með okkur. Karl Magnússon læknir lánaði okkur lögin á
nótum, en Steinunn Davíðsdóttir kennari æfði sönginn. Hefur
aldrei, held ég, verið ráðizt í meira verk á leiklistarsviði í Kaldr-
ananeshreppi en þegar þetta var gert og gekk allt vel.
Ungmennafélagið Neisti hélt úti skrifuðu félagsblaði um nokkur
ár og birtust þar mörg andans verk, sem lofa meistara sína.
Allmikið var ort af ljóðum og sögum á þessum árum, en höf-
uðskáld hreppsins var Jörundur Gestsson á Hellu. Þýddi engum
76