Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 81
foreldranna. Þau vildu allt fyrir þá gera, til þess að þeir mættu
verða góðir borgarar, fullfærir um að takast á við hin margvís-
legu verkefni daglegs starfs.
Eg kynntist Jóhanni strax á æskuárum. Það duldist ekki, að
hann var gott mannsefni, — greindur vel, áhugasamur og fylginn
sér. Harðduglegur og hlífði sér ekki, þar sem hann hafði ein-
dreginn áhuga og vildi vinna að. I sundfél. Gretti gekk hann á
unga aldri. Þar fóru fram margvísleg félagsstörf, og íþróttir voru
aðalverkefnið. Hann var einn af ötulum forgangsmönnum, sem
unnu að byggingu sundlaugarinnar á Klúku í Bjarnarfirði á sín-
um tíma, og nam þar sund. Hann var mjög góður sundmaður
og var oftast í fremstu röð sinna jafnaldra.
Eftir að skíðaíþróttin var tekin upp í starfsemi félags okkar,
tók hann mikinn þátt í æfingum og naut kennslu hinna ágæt-
ustu kennara. Það fór því þannig, að hann keppti á mótum, fyrst
í heimahéraði — og bar jafnan sigur af hólmi, einkanlega í
göngu. Þá á Vestfjarðamótum og loks á landsmótum. I öllum
undirbúningi og þjálfun kom íram kapp hans og dugnaður. Þeir,
sem til þekkja vita, að þessi hluti íþróttastarfs útheimtir mikla
fjármuni og mikinn tíma. Harka, lagni og ósérhlífni sameinað-
ist hjá honum í eitt, á mörgum tvísýnum keppnisleiðum. Mað-
urinn var allur, þar sem hann var ferðbúinn, og þrekið var allt
lagt á borðið. Um það þurfti enginn að efast.
Á skíðamóti íslands 1947 og 1949 varð hann meistari í
18 km skíðagöngu. Þar var hann á sínum hæsta tindi — og
var það mikill sómi fyrir hann og félag okkar, sem minnist hans
og þakkar honum, þakkar það og margt fleira, sem hann hefir
vel gert.
Frá þessum árum er margs að minnast. Hópar ungra manna,
sem ekki bragðar brennivín —- eða tóbak, starfar að þróttmiklu
félagsstarfi. Það hefur með höndum margþættar íþróttaiðkanir,
skemmtanir, leikstarfsemi og önnur menningarmál. Unga fólkið
er heima í sveitinni — og umr hag sínum, það miðast ekki allt
við krónur og aura. Nú finnst okkur furðulegt, að þetta skyldi
geta gerzt, svo hefur mikil breyting á orðið. Oll þessi ár þakka ég
Jóhanni sérstaklega vel. Hann var einn af þeim ötulustu í hlekkn-
79