Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 94
vel hugaður drýgði dáð
með drengskap sönnum.
Eftir mikið sjóvolk og erfiði náðu þeir landi við Drangsnes í
Steingrímsfirði. Þar urðu þau að hírast í hlöðuskrifli, matar-
lítil og við illa aðbúð í fimm daga og komust loks til Kúvíkna
laugardaginn fyrir trinitatis, 16. maí. Skipverjar héldu kyrru
fyrir á sunnudaginn og voru á kosti Stíesens. Hélt hann þá vel
og rausnarlega. Að morgni mánudags kvöddu skipverjar Kú-
víkurbúa og stigu á skip. Stíesen skenkti þeim burtfararskál að
skilnaði, og kvöddu þeir hann með sérstökum virktum.
Bonnesen sýslumaður dvaldist skamma hríð í Strandasýslu, virð-
ist hafa sleppt sýslunni sama ár 1818. Getur hans gjörr í Ár-
bókum og Húnvetningasögu. (Aths.: í bókinni Hlynir og
Hreggviðir heitir verzlunarstjórinn, er tekur við verzluninni
á Kúvíkum árið 1818, Sören Stíesen. En í bókinni Stranda-
menn er Jens Morten Stíesen talinn verzlunarstjóri á Kúvík-
um frá 1815 til 1820.)
Árið 1821 verður verzlunarstjóri í Kúvíkum Jón Salomonsson
og var þar til æviloka, d. 27. júlí 1846. Faðir hans var Salom-
on Jónsson í Vík og Hraunkoti í Lóni. Jón Salomonsson var
talinn vitur maður og vel að sér, reyndist vel snauðum mönn-
um. Jón hafði verið í Höfðakaupstað áður en hann fór til Kú-
víkna. Hann var sagður afkomandi Steingríms sonar Sveins
skotta. Fyrri kona Jóns var Ingibjörg Þorsteinsdóttir prests á
fíyjadalsá. En það hafði orðið, að Sigríður vinnukona hans varð
þunguð eftir hann áður en Ingibjörg kona hans dó. Er Ingi-
björg kona hans var dáin er mælt að hann segði, að hann vildi
gera það hreint, er hann hefði gert skitið. Fór hann því utan,
gekk fyrir konung og fékk leyfi til að fá Sigríðar. Kom hann
síðan út og fékk hennar. Var hún vitur kona og mikil fyrir
sér. Hún var dóttir Benedikts bónda á Dvergsstöðum Þorvalds-
sonar á Sökku í Svarfaðardal. Eftir það Jón kom vestur, er sagt
að Sigríði konu hans þætti óvirðing að Kúvíkumafninu. Tók
þá Jón að rita og kalla Reykjarfjörð. Var það eitt sinn, að maður
sá, er Einar hét úr Isafirðh kallaðist hann skáld vera, baðst að
kveðja kaupmann frammi. Hann gerði svo og kvað Einar þá:
92