Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 95
Yður geymi alvaldur,
uppheims stýrir téður.
KveS ég svona Kúvíkur,
kœrleiksóskum meður.
Sigríður kona Jóns var viðstödd og mælti „Já heillin mín,
hefur honum verið sýnt fjósið“. Var honum sýnt fjósið, kölluðu
menn það ætti að vera til vanvirðu fyrir Kúvíkumafnið. Vísu
lærði ég unglingur, má vera að hún hafi orðið til á þessum ámm,
eigi veit ég höfund vísunnar, en hún er svona:
Danir hrœðast Hornstrending
halda ’ann vera umskipting.
En frúnum 'öllum finnst um kring
fjósalykt af Kúvíking.
Benedikt sonur Jóns var lengi með föður sínum, hann var glað-
látur og röskur í hvívetna. Benedikt var eitt sinn í búð sem
oftar og gaf stallbræðrum sínum staup, er faðir hans var ekki
viðlátinn. Búi prófastur frá Prestbakka var þar nærstaddur og
kvað í glett við Benedikt.
Varast þú að vera hvinn
voðaleg er krambúðin.
Axlar-Björn var afi þinn
elskulegi Bensi minn.
Á Naustvíkurskörðum við Reykjarfjörð var (og er máski enn)
varða allmikil, sem kölluð var Kaupstaðarvarða. Nafn hennar
er þannig til komið að Jón Salomonsson hafði þann sið,
að snemmsumars ár hvert safnaði hann saman öllu því fólki, er
kirkju gat og vildi sækja úr innsta hluta Ámeshrepps, og fór
með fjölmenni til kirkju að Ámesi. Hann hafði það fyrir venju í
þessum ferðum að flytja vín og vistir góðar yfir fjörðinn og bera
þær upp að vörðunni. I bakaleið frá kirkju var svo setzt að
veizlu þama á Skörðunum. Þessi aðferð Jóns var mjög vinsæl,
og dró ekki úr kirkjusókninni daginn þann.
93