Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 100
GUÐRUN HARALDSDOTTIR:
YFIRLIT
yfir starfsemi Átthagafélags Strandamanna
starfsórið 1967—1968.
A árinu 1967 kom út á vegum Atthagafélagsins ársrit, er
hlaut nafnið „Strandapósturinn11. Akveðið er a.ð halda þeirri út-
gáfustarfsemi áfram.
Arsritið hefur selzt mjög vel og ættu þeir, er hugsa sér að
eignast ritið frá upphafi, að tryggja sér sem skjótast fyrsta ár-
ganginn. Þeir, sem það vilja, geta snúið sér til Lýðs Benedikts-
sonar, skipadeild S.I.S., eða til útgáfustjómar ársritsins.
Einnig var á árinu 1967 opnað byggðasafn að Reykjum í
Hrútafirði. Atthagafélagið sýndi þeirri framkvæmd mikinn áhuga
frá upphafi og reyndi að styrkja það eftir beztu getu, meðal
annars með fjárframlagi, er safnað var hjá burtfluttum Stranda-
mönnum og fólki, er bar vinarhug til Strandabyggða.
Hið árlega skemmtiferðalag félagsins var farið fyrstu helgi í
júlí eins og að venju. Farið var í Þórsmörk, þátttaka var góð og
tókst ferðalagið með ágætum.
Fyrsta skemmtun félagsins á þessu starfsári var í október, spila-
kvöld og dans í Domus Medica. Þar var fjölmenni og skemmti
fólk sér hið bezta. Stereo-tríóið lék fyrir dansi, sem stóð til klukk-
an tvö eftir miðnætti.
I nóvember var haldið áfram með spilakeppni, sem var tveggja
kvölda keppni, og var þetta seinna kvöldið. Góð verðlaun voru
veitt þeim, sem hæstur var eftir bæði kvöldin, en verðlaunin
voru ferðaútvarpstæki. A þessu skemmtikvöldi voru samkomu-
gestir færri en venjulega, en engu að síður skemmti fólk sér vel
og fór sælt og ánægt heim kl. tvö.
98