Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 105
Um þetta leyti var verzlun komin á Hólmavík. Fyrst skip
danskra kaupmanna, sem sigldu inn á Skeljavík, og svo Riis-
verzlun, og loks Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar. Úr Bjamar-
firðinum lá leiðin yfir Bjarnarfjarðarháls að Sandnesi, þaðan yfir
Steingrímsfjörð, hálftíma ferð á árabáti til Hólmavíkur. Þessi leið
varð um áratugi fjölfarin ferðamannaleið úr norðurhluta sýslunn-
ar, Kaldrananeshreppi og Arneshreppi. Það var því oft gesta-
koma á Sandnesi, og óhætt að segja, að það var um langt skeið
með miklum ólíkindum, hve mörgu fólki var hægt að hjálpa,
bæði með farkost yfir Steingrímsfjörð og gistingu og margvís-
lega aðhlynningu. Gekk svo í marga áratugi, þar til sú breyting
varð á, að vegir voru lagðir um byggðarlagið og bílar fóra að ann-
ast ferðalög fólks og flutninga að og frá heimilum, að nýrri tíma
hætti.
Saga þessa ævintýris, sem gerðist í þessu efni á Sandnesi í
tíð Einars og Soffíu, og Sigvalda og Guðbjargar, sem bjuggu
þar um 60 ára skeið, er óskráð og verður það sjálfsagt. En í þess
stað er fjöldi af fólki, sem ber einlægt þakklæti í huga til beggja
þessara Sandneshjóna — til þessa heimihs, sem svo oft hjálpaði
vegfarendum, án þess að nokkurntíma heyrðist eftir talið, eða fjár-
munir teknir fyrir nokkum hlut.
Spor hestsins og mannsins í þessari gömlu slóð er aðeins að
verða bakgrunnur í frásögnum vorra tíma, og það svo fljótt að
furðu gegnir. Svo er breytingin alger — og æskileg, að það kenn-
ir sársauka hjá nútímamanni að draga fram rétta mynd af lífi
og starfi og aðstæðum, bara næstu kynslóðar — eins og hún var,
hvað þá það sem fjær er.
Eins og ég hefi nú getið um, lá leið föður míns oft um hlaðið
á Sandnesi, og vinátta þeirra Sandneshjóna — og þó einkanlega
Soffíu — var föður mínum ógleymanleg og hjartfólgin. Hún
hjálpaði honum um marga hluti í það og það skiptið, og man
ég eftir mörgu bæði smáu og stóru frá þeim tíma, eftir að ég fór
að stálpast, sem aldrei gleymdist, — en ekki verður nema fátt eitt
dregið fram í dagsljósið.
Það var eitt haust eftir veturnætur; snjór lá yfir alla byggð-
ina. Faðir minn hafði farið í kaupstaðinn, færi var gott fyrir
103