Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 111
Margan hlýjan hef ég dag
hlotið lífs um œvi.
Margan kaldan mœðuslag
meðfram reynt að hæfi.
Hefi þolað heitt og kalt.
Hraustra talin jafni.
Gerir ei þó gleymist allt
í grafar dimmu safni.
Húmar senn og haustar að
hækkar sól ei lengur.
Líkt og visni liljublað
linast hjartastrengur.
Eftir að ég giftist Einari Sigvaldasyni á Sandnesi og fluttist
þangað, kynntist ég Soffíu mjög náið. En hún átti þá aðeins örfá
ár eftir ólifuð. Hún var mér alveg sérstaklega góð. Ef mig vant-
aði eitthvað sem hún átti, kom hún með það, og svo var með allt
viðmót og tillögur í minn garð.
Þegar hún lá banaleguna 1923, var ég búin að eignast 2 telp-
ur. Onnur var þá óskírð. Eg fór með hana að rúmi hennar og
spurði hana, hvort hún vildi ekki eiga nafnið sitt á henni. Hún
hélt nú ekki, — þú lætur hana heita það sem þú ætlaðir. Hún
vissi að mig langaði til að koma upp föðurnafni mínu, og það
varð svo.
Ég man svo vel hennar síðasta dag, 26. október 1923. Það
dró smátt og smátt af henni. Þjáningarlítið leið hún út af kl. 10
um kvöldið. Hún bað til guðs og þakkaði þá hamingju, þær mörgu
ánægjustundir, sem sér hefðu verið gefnar, og langa ævi.
Sigvaldi og Guðbjörg voru ekki heima þetta kvöld. Sigvaldi
var í erindum fyrir sveitina, eins og oft áður, norður á Kald-
rananesi.
Ég og móðir mín, sem dvaldi þá hjá okkur Einari, bjuggum
um lík hennar. Ég hafði oft gert slík verk áður. Breiddum síð-
an lak yfir hana. Ég kyssti hana á ennið. Á þann hátt þakkaði
109