Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 115
Valgerður Lýðsdóttir og Rögnvaldur Sturlaugsson.
Skálholti til Hólmavíkur. Þetta var stór stund og lengi um-
talsvert það sem fyrir augu bar.
Þótt Skriðnesenni liggi nú utan alfaraleiðar, var þama talsvert
um gestakomur. Þingstaður var á Broddanesi og ýmsir er þang-
að sóttu og fóm fyrir Stiga, höfðu viðkomu eða næturstað heima.
Annars var heimili foreldra minna fast mótað og einkenndist
af iðju og hófsemi. Það var ekki ríkt, en skorti þó aldrei til hnífs
og skeiðar svo ekki væri hægt úr að bæta.
Ég minnist þess, að einu sinni hafði móðir mín orð á því við
föður minn, þegar hann kom heim úr langri ferð, að hún hefði
látið slátra sauð, því þröngt hefði verið orðið um matbjörg í
búinu. Það vor mun siglingin hafa komið talsvert seinna en ráð
hafði verið fyrir gert,
Bræður mínir voru allir reglumenn, notuðu hvorki vín né
tóbak.
Föst venja var að færa frá ánum, sátum við systkinin kvía-
ærnar tvö og tvö saman. Ég sat hjá í fjögur sumur ásamt Sigurði
bróður mínum, hinir vom þá vaxnir frá því verki.
Heyskapur var sóttur langt til fjalla og þá legið við tjald. Vom
það góðir og glaðir sumardagar, þótt talsvert þyrfti að vinna.
113