Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 118
Framfarafélag Strandamanna
Seint á jólaföstu 1845 var drukkið erfi eins mætasta bónda í
Strandasýslu. Mannmargt var að Kollafjarðarnesi þennan dag,
13. desember.
Einar Jónsson bóndi þar hafði verið sveitungum sínum stoð og
stytta, og synir hans, Ásgeir og Torfi, voru orðnir fyrirsvarsmenn í
sýslunni.
Síra Halldór Jónsson hafði ráðizt kapelán að Tröllatungu 1838.
Hann hafði víða heyrt, áður en hann kom norður þangað, að upp-
lýsing væri aum meðal Strandamanna, og þeir væru í meira lagi
gefnir fyrir sopann. Hann ásetti sér því, er hann tók við prests-
starfinu, að efla menntun í sýslunni og útrýma drykkjuskapnum.
I þau sjö ár, sem hann hafði dvalizt þar, hafði honum ekki
gefizt færi á að fylkja mönnum saman til átaks í þessum efnum.
En í erfisdrykkjunni í Kollafjarðarnesi þótti honum gefið tækifær-
ið, og því hreyfði hann því þar, að stofnað væri lestrarfélag í
Tröllatungu- og Fellssóknum. Var hugmynd þessari yfirleitt vel
tekið, en einkum mæltu fast með henni bræðurnir í Kollafjarðar-
nesi, Ásgeir og Torfi. Fimmtán menn, sem erfið sátu, bundust
fastmælum að stofna félagið, og var síra Halldóri falið að semja
lagafrumvarp fyrir það.
Þann þriðja í nýári 1846 var efnt til fundar í Kollafjarðarnesi
og þar gengið frá stofnun Lestrarfélags Tröllatungu- og Fells-
safnaða.
I Nýjurn félagsritum, sem borizt höfðu þangað norður árið
áður, birtist hin merka ritgerð Jóns Sigurðssonar „Um félags-
116