Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 120
bændastéttinni sér í lagi, þar allir að kalla í félaginu mundu
annað hvort vera bændur eða bændaefni.
Það annað, er félagið tók sér fyrir hendur strax í byrjuninni,
er að efla og útbreiða bindindi, eins og ég gat um hér á næsta
fundi, þegar ég lét að nýju telja bindindismenn í þessum sókn-
um, og sýnist mér það hafa allvel tekizt, því nú eru í Trölla-
tungusókn 16, en í Fellssókn 14 bindindismenn, það er þriðji hver
karlmaður í annari, en fimmti hver í hinni af þeim, sem til
altaris ganga.
Margar af konunum fylgja líka mönnum sínum með miklum
sóma, þótt ekki séu þær meðtaldar. Eg ætla nú ekki að leita
vitna neins staðar fyrr en í yðar eigin brjóstum um það, hvort
siðferði og hegðan þeirra, sem nú um stundir ganga út úr eða frá
húsinu drottins vors, sé svipað því, sem var á brennivínsöldun-
um, hins vil ég aðeins geta, að hér finnst mér að ég dag-
lega uppskeri þá gleðilegustu og sætustu ávexti.
Það þriðja, sem félagið tók sér fyrir hendur, var að styrkja mig fé-
vana til að byggja Tröllatungukirkju, sem var bæði fallin og fé-
laus. Hún sýnir sig nú sjálf. Þar um ætla ég ekki að fara fleiri orð-
um en þeim, að vinnist mér aldur og kraftar til þess fyrir guðs náð,
þá vildi ég hún yrði svo, þegar ég geng frá henni ,að hún yrði
öllum oss til ánægju og sóma, og að þér, velgjörðarmenn mínir,
þyrftuð ekki að iðrast þessa fyrirtækis. Gjörða yðar í þessu efni
hefi ég áður getið, en ávextina óska ég, að þér sjáið því betur sem
lengra líður frá.
Það fjórða, sem félagið hefur tekið fyrir, eru jarðabætur. Var
fyrst farið að ræða um þær á næsta félagsfundi, eins og fundar-
bókin sýnir og ætla ég, að hér hafi meiri jarðabætur unnar ver-
ið á næstliðna ári, síðan það félag hófst, en á mörgum 10 árum
að undanförnu.
Það mun hverjum deildarstjóra kunnugt, hvað í hans deild hef-
ur unnið verið. Eg get þess einasta, að í okkar deild voru unnin
10 dagsverk á hverjum bæ, og þó hafa húsbændur miklu við
bætt með heimilisfólki sínu. Hver sá, sem augu hefur að sjá, hann
skal þá ekki geta annað séð en mikla og blessunarríka ávexti fé-
lagsskapar vors, bæði í andlegum efnum og veraldlegum.“
118