Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 121
Þessi útdráttur úr ræðu síra Halldórs lýsir að nokkru þeim verk-
efnum, er félagið beitti sér fyrir og framkvæmd þeirra.
Fyrsta verkefnið, sem félagsmenn tóku fyrir, auk bókasafnsins,
var að koma upp nýrri kirkju í Tröllatungu. Mátti heita, að lausn
þess yrði prófsteinn á samstarfsvilja félagsmanna. Prófraun þessa
stóðust þeir ágætlega, því að 1849 var risin upp ný og snotur
timburkirkja í Tröllatungu og voru þó ekki liðin nema tvö ár frá
því máli þessu hafði fyrst verið hreyft í félaginu.
I fyrstu gat enginn orðið meðlimur í þessu lestrarfélagi nema
hann væri búsettur í Tröllatungu- eða Fellssókn, en 1849 var sam-
þykkt að víkja frá því, og eftir það mátti heita, að félagið væri
fyrir alla sýsluna. Menn utan sýslu gátu þá einnig fengið inngöngu
í það, en lítil brögð urðu að því, að menn notfærðu sér það,
helzt voru það Dalamenn. Félagsmenn voru oftast 30—40. Ár-
gjaldið var 48 skildingar.
Félagið réð sérstakan bókbindara og skyldi hann greiða félag-
inu 1 ríkisdal árlega fyrir að hafa þá atvinnu. Bjöm Bjömsson á
Klúku virðist hafa haft það embætti svo lengi sem félagið starf-
aði.
Til þess að félagsmenn gætu fylgzt með því, hvaða bækur félagið
eignaðist, var fyrirskipað í lögunum, að forseti skyldi einu sinni á
ári auglýsa við kirkju allar bækur félagsins. Var það með þeim
hætti, að ritaður listi yfir bækurnar var festur upp við kirkjudym-
ar. Síðar var sá háttur tekinn upp að láta ritaðan bókalista berast
meðal félagsmanna. Lestrarfélag Strandamanna tók upp sama hátt
og Framfarastofnunin í Flatey, að gera þá menn að heiðursfélög-
um, er að dómi félagsmanna höfðu sýnt því sérstaka velvild og
sóma.
Heiðursfélagar lestrarfélagsins urðu alls fimm. Þeir vom:
Búi Jónsson, prófastur á Prestbakka, 1846.
Jón Jónsson, kammeráð á Melum, 1846.
Þórarinn Kristjánsson, prófastur á Prestbakka, 1850.
Jón Sigurðsson forseti 1851.
Gísli Sigurðsson bóndi í Bæ á Selströnd 1851.
119