Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 18

Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 18
fjórir prestar, séra Þorsteinn Jóhannesson áður prestur á Stað í Steingrímsfirði og í Vatnsfirði, séra Ingólfur Astmarsson á Mosfelli, áður prestur á Stað í Steingrímsfirði, séra Yngvi Þ. Árnason á Prestbakka og séra Magnús Runólfsson í Árnesi. Einnig var viðstaddur vígsluna séra Þórarinn Þór, prófastur á Reykhólum. Sóknarpresturinn á Hólmavík, séra Andrés Olafsson prófastur, flutti predikun, en að henni lokinni skírði hann fyrsta barnið sem skírt var í kirkjunni. Síðan var altarisganga. Þá lýsti Kristján Jónsson bygginganefndarmaður gjöfum sem kirkjunni höfðu borizt. Organisti við vígsluathöfnina var Magnús Jónsson frá Kollafjarðamesi. Að vígsluathöfninni lokinni bauð kvenfélagið á Hólmavík kirkjugestum til kaffisamsætis. Langt er síðan áhugi vaknaði fyrir kirkjubyggingu á Hólma- vík, en skriður komst ekki á málið fyiT en eftir að Hólmavíkur- sókn var stofnuð árið 1950, en áður áttu Hólmvíkingar kirkju- sókn að Stað í Steingrímsfirði. Árið 1953 teiknaði Gunnar Olafsson arkitekt, bróðir séra Andrésar á Hólmavík, kirkjuna. Gunnar lézt áður en hann hafði lokið teikningum að öllu leyti og teiknaði því Sveinn Kjarval arkitekt innréttingar og nær allan innri búnað kirkjunnar, nema altari og predikunarstól. Byggingaframkvæmdir hófust árið 1957. Byggingameistari var Valdimar Guðmundsson, þá búsettur á Hólmavík. Um innri frágang kirkjunnar sá trésmíðaverkstæði Sveins Sighvatssonar, Hólmavík. Raflagnir annaðist Halldór Hjálmarsson rafvirkja- meistari, Hólmavík og málningu Friðrik Runólfsson, málara- meistari, Hólmavík. Kirkjuhúsið er að flatarmáli 211,5 m2 og að rúmmáli um 1300m3. Þetta er krosskirkja, byggð úr steinsteypu með háu risi, eða háum valma, og hár turn er á framanverðum mæniás, með krossmarki efst. 1 útbrotum kirkjunnar eru skrúðhús, hitunar- klefi, líkhús o.fl. í rúmgóðu anddyri eru geymsluherbergi, fata- geymsla og snyrting. Uppi yfir anddyri er rúmgott söngloft. Að innan er kirkjan öll klædd furu. Altari og predikunar- stóll eru einnig úr furu. Skreyting á altari er fangamark Krists KI RO. Þessi skreyting er úr eir og yfirleitt er innri búnaður 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.