Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 18
fjórir prestar, séra Þorsteinn Jóhannesson áður prestur á
Stað í Steingrímsfirði og í Vatnsfirði, séra Ingólfur Astmarsson
á Mosfelli, áður prestur á Stað í Steingrímsfirði, séra Yngvi Þ.
Árnason á Prestbakka og séra Magnús Runólfsson í Árnesi.
Einnig var viðstaddur vígsluna séra Þórarinn Þór, prófastur á
Reykhólum. Sóknarpresturinn á Hólmavík, séra Andrés Olafsson
prófastur, flutti predikun, en að henni lokinni skírði hann fyrsta
barnið sem skírt var í kirkjunni. Síðan var altarisganga. Þá lýsti
Kristján Jónsson bygginganefndarmaður gjöfum sem kirkjunni
höfðu borizt. Organisti við vígsluathöfnina var Magnús Jónsson
frá Kollafjarðamesi. Að vígsluathöfninni lokinni bauð kvenfélagið
á Hólmavík kirkjugestum til kaffisamsætis.
Langt er síðan áhugi vaknaði fyrir kirkjubyggingu á Hólma-
vík, en skriður komst ekki á málið fyiT en eftir að Hólmavíkur-
sókn var stofnuð árið 1950, en áður áttu Hólmvíkingar kirkju-
sókn að Stað í Steingrímsfirði.
Árið 1953 teiknaði Gunnar Olafsson arkitekt, bróðir séra
Andrésar á Hólmavík, kirkjuna. Gunnar lézt áður en hann hafði
lokið teikningum að öllu leyti og teiknaði því Sveinn Kjarval
arkitekt innréttingar og nær allan innri búnað kirkjunnar, nema
altari og predikunarstól.
Byggingaframkvæmdir hófust árið 1957. Byggingameistari
var Valdimar Guðmundsson, þá búsettur á Hólmavík. Um innri
frágang kirkjunnar sá trésmíðaverkstæði Sveins Sighvatssonar,
Hólmavík. Raflagnir annaðist Halldór Hjálmarsson rafvirkja-
meistari, Hólmavík og málningu Friðrik Runólfsson, málara-
meistari, Hólmavík.
Kirkjuhúsið er að flatarmáli 211,5 m2 og að rúmmáli um
1300m3. Þetta er krosskirkja, byggð úr steinsteypu með háu risi,
eða háum valma, og hár turn er á framanverðum mæniás, með
krossmarki efst. 1 útbrotum kirkjunnar eru skrúðhús, hitunar-
klefi, líkhús o.fl. í rúmgóðu anddyri eru geymsluherbergi, fata-
geymsla og snyrting. Uppi yfir anddyri er rúmgott söngloft.
Að innan er kirkjan öll klædd furu. Altari og predikunar-
stóll eru einnig úr furu. Skreyting á altari er fangamark Krists
KI RO. Þessi skreyting er úr eir og yfirleitt er innri búnaður
16