Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 26

Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 26
Refsson. Kom hann þangað um 1237 og var í Árnesi, þegar Flóabardagi var háður um Jónsmessu 1244. Réru menn Þórðar kakala úr Flóabardaga til Árness og komu þar um nón. Skaut Þórður þar á húsþingi, lét bera skipsreiða í kirkju og önnur föng og skipaði sárum rnönnum í kirkju, þeim er hann ætlaði, að myndu grið fá. Aðra sára menn flutti hann með sér suður og vest- ur heiðar. Kolbeinn ungi veitti Þórði eftirför, kom að Árnesi um miðnætti og lét þegar kanna kirkjuna, en fann þar engan mann, sem honum væri slægur í, en einn sáran mann og óferðafæran fann hann uppi í Ámesfjalli og lét vega hann. Kolbeinn lét ræna kirkjuna. Fór hann fram af dæmalausri hörku og grimmd og segir um það svo í Sturlungu: „Eftir það lét Kolbeinn taka skip öll, hafði sum með sér, en sum lét hann brenna. í þessari ferð var það gert, er aldrei hafði verið fyi'r gert á íslandi, hann lét taka hvali, en suma lét hann brenna upp. Segir hann, að eigi skyldi Þói'ður ala sig við það til ófriðar við hann. Rændi Kolbeinn þá allar Strandir og sigldi þaðan til Vestfjarða.“ JJm Ljót prest Refsson, er vitni var að slíkum stórtíðindum, er litið vitað annað en það, að hann vildi ekki trúa á helgi Guð- mundar biskups góða Arasonar og „kvað mikla ábyrgð að fara með slíkan hégóma að trúa á vötn hans eða steina.“ Þá bar svo við að Kálfur sonur Ljóts féll í sjó og virtist dauður, en lifnaði við vígt vatn Guðmundar biskups. Eftir það trúði Ljótur á helgi Guðmundar. (Bisk. I., bls. 610—611). Um aðra presta í kaþólskum sið í Árnesi er ekkert vitað, ekki einu sinni hvað þeir hétu, nema Salómon Magnússon, sem dó nokkm eftir 1518. Flann var talinn gáfumaður, ráðhollur og gestrisinn. Fyrsti prestur í Árnesi í lútherskum sið er Jón Þorrnóös- son, sem látinn er fyrir 1574. Eftir hann kom Jón Ásmundsson, þá Gunnar Þorgeirsson frá 1583—1614. Jón Halldórsson segir svo í Biskupasögum sínum, að Gísli biskup Jónsson gerði Gunn- ari „skarpa áminningu í veitingabréfinu að stunda alvarlega sitt prestsembætti og fara varlega og vægilega með þann fátæka einfalda almúga í þeim sveitum, ekki með stríðlyndi, heldur með hógvæmm og fögrum fortölum að lokka hann til sáluhjálplegs lærdóms og kristilegs siðferðis. Ef síra Gunnar gerir öðruvísi segir 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.