Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 34
ari, starfsmaður mikill og gildur til burða, rausnarmaður og vei
látinn af sóknarbörnum sínum. Sonardóttir Guðmundar var Jó-
fríður, sem ól barn í hákarlalegu 24. febrúar 1848. Guðmundur
var á efri árum mjög skjálfhendur, en ekki bar á því, þegar hann
útdeildi sakramenti og þótti þetta stórt og merkt teikn.
Að lokum vil ég minnast nokkuð á þá presta í Árnesi, sem ég
hef sagnir af frá ættmönnum minurn eða ég man sjálfur: Guð-
mundur Jónsson Salómonsson, sonur Jóns Salómonssonar, kaup-
mannc á Kúvíkum, var prestur í Árnesi frá 1840—1848. Hann
var mjög vel kynntur maður, góður söngmaður og allgóður ræðu-
maður. Kona hans þótti mikilhæf og góð kona.
Sveiiibjörn Eyjólfsson, prestur í Árnesi frá 1849—1881, var
scaui' Eyjólfs hreppstjóra og alþingismanns í Svefneyjum. Seinni
kona Sveinbjarnar var Guðrún Olafsdóttir (dóttir Vatnsenda-
Rósu), fríðleikskona og á margan hátt mikilhæf, en með bilaða
geðheilsu seinni hluta ævinnar. Síra Sveinbjörn var búmaður ágæt-
ur, fjáraflamaður mikill og reglumaður í ölluin fjársökum sem
hann átti kyn til, góður söngmaður en lélcgur ræðumaður. Gest-
risinn var hann og glaðlyndur. Hann hafði mikla þýðingu fyrir
Árnes að því leyti, að hann bætti þar mjög æðarvarpið. Hann
þótti nokkuð héraðsríkur og fullmikið fyrir veraldarvafstur, en
var þó vel virtur maður.
Steinn Torfason Steinsen var prestur í Árnesi 1881—1883. And-
aðist hann á bezta aldri úr innanmeini og var öllum harmdauði.
Hann var ákadega vel látinn af sóknarbörnum sínum, bæði sem
maður og prestur. Meðal bama hans var Halldór Steinsen, læknir
í Ólafsvík og alþingismaður Snæfellinga.
Eyjólfur Jónsson, sem prestur var í Ámesi 1884—1909, var
sonur Jóns silfursmiðs Þórðarsonar að Kirkjubóli í Skutilsfirði.
Bróðir síra Eyjólfs var síra Janus, prestur í Holti í Önundarfirði,
sem lagði mikla stund á íslenzk fræði. Síra Eyjólfur sinnti ekki
fræðimennsku, en var skömlegur og gerðarlegur maður, ræðumað-
ur í bezta lagi og vel látinn af sóknarbörnum sínum. Síra Eyj-
ólfi man ég aðeins eftir. Kona síra Eyjólfs var Elín Björnsdóttir,
vænsta kona, en átti lengi við þunga heilsuraun að búa. Meðal
barna síra Eyjólfs voru tveir prestar: Síra Böðvar, sem síðar var
32