Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 75

Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 75
brátt rak að því að við töpuðum þeim algjörlega og fundum þær aldrei aftur, að því sinni. Þá kom okkur saman um að snúa við, þar sem augljóst var, að þótt við að líkindum værum þá komnir suður undir Gægislág, var þó mun skemmri leið til byggða norður en suður. En þess höfðum við ekki gætt og fengum strax á því að kenna, að þegar á móti veðrinu var sótt, var bylurinn svo cvartur að bókstaflega sá ekki niður fyrir fætur sár, og stormur svo mik- ill, að ýtrustu áreynslu kostaði að feta sig gegn honum. Slíkt ferðalag hlaut að sækjast seint, auk hættunnar á að fara eitt- hvað afleiðis, þegar ekkert sást frá sér, og mátti þá ekki miklu muna, þar sem á aðra hönd voru hamrabrúnir Nautadals, en á hina árgljúfrin í Húsadalsbotni, en enginn mundi þurfa griða að biðja, sem þar færi niður. Við gáfumst því fljótlega upp á þessari fyrirætlun, enda sýndist hún nálega vonlaus vegna veð- urhörkunnar. Þá voru aðeins tveir kostir fyrir höndum, annar sá að grafa sig í fönn og bíða betra veðurs, eða halda beint undan veðrinu í þeirri von, að okkur bæri einhvers staðar til byggða sunnan heiðar. Við vorum ekki þannig búnir, að ráðlegt væri að leggjast fyrir í snjó, þar sem við vorum ekki í neinum vatnsheldum ytri fötum, og tókum því síðari kostinn. Veður- áttin var norðaustlæg og öll líkindi á, að hún mundi bera okk- ur nálægt upphaflegum ákvörðunarstað, sem var bærinn Hrís- hóll í Reykhólasveit. Enga lífshættulega torfæru þekktum við í nánd við þá leið, aðra en Laxárgljúfur, sem eru stutt vestan við heiðarvegginn að sunnan verðu, en þá áhættu varð að taka. Er við brugðum á það ráð að snúa undan veðrinu, var undan- haldið að sínu leyti eins ljúft og hitt hafði verið erfitt að strita gegn því. Öfærð var ekki til verulegra óþæginda, en stormur svo mikill og bylurinn svartur, að mikil hætta var á að við misst- um sjónar hvor á öðrum, við héldumst því í hendur og hlupum hlið við hlið og fukum undan veðurofsanum, án þess áð hafa hugmynd um hversu enda mundi. Lengi vel urðum við lítilla sem engra mishæða varir, enda sáum við ekkert frá okkur, annað en snjóiðuna. Þar kom, að við ultum niður langa brekku með djúpum snjó og lentum neðan hennar í krapi, sem ekld fannst botn í með kollóttu príki, sem annar okkar hafði í hendi. Brodd- 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.