Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 75
brátt rak að því að við töpuðum þeim algjörlega og fundum þær
aldrei aftur, að því sinni. Þá kom okkur saman um að snúa við,
þar sem augljóst var, að þótt við að líkindum værum þá komnir
suður undir Gægislág, var þó mun skemmri leið til byggða norður
en suður. En þess höfðum við ekki gætt og fengum strax á því að
kenna, að þegar á móti veðrinu var sótt, var bylurinn svo cvartur
að bókstaflega sá ekki niður fyrir fætur sár, og stormur svo mik-
ill, að ýtrustu áreynslu kostaði að feta sig gegn honum. Slíkt
ferðalag hlaut að sækjast seint, auk hættunnar á að fara eitt-
hvað afleiðis, þegar ekkert sást frá sér, og mátti þá ekki miklu
muna, þar sem á aðra hönd voru hamrabrúnir Nautadals, en
á hina árgljúfrin í Húsadalsbotni, en enginn mundi þurfa griða
að biðja, sem þar færi niður. Við gáfumst því fljótlega upp á
þessari fyrirætlun, enda sýndist hún nálega vonlaus vegna veð-
urhörkunnar. Þá voru aðeins tveir kostir fyrir höndum, annar
sá að grafa sig í fönn og bíða betra veðurs, eða halda beint
undan veðrinu í þeirri von, að okkur bæri einhvers staðar til
byggða sunnan heiðar. Við vorum ekki þannig búnir, að ráðlegt
væri að leggjast fyrir í snjó, þar sem við vorum ekki í neinum
vatnsheldum ytri fötum, og tókum því síðari kostinn. Veður-
áttin var norðaustlæg og öll líkindi á, að hún mundi bera okk-
ur nálægt upphaflegum ákvörðunarstað, sem var bærinn Hrís-
hóll í Reykhólasveit. Enga lífshættulega torfæru þekktum við í
nánd við þá leið, aðra en Laxárgljúfur, sem eru stutt vestan við
heiðarvegginn að sunnan verðu, en þá áhættu varð að taka.
Er við brugðum á það ráð að snúa undan veðrinu, var undan-
haldið að sínu leyti eins ljúft og hitt hafði verið erfitt að strita
gegn því. Öfærð var ekki til verulegra óþæginda, en stormur
svo mikill og bylurinn svartur, að mikil hætta var á að við misst-
um sjónar hvor á öðrum, við héldumst því í hendur og hlupum
hlið við hlið og fukum undan veðurofsanum, án þess áð hafa
hugmynd um hversu enda mundi. Lengi vel urðum við lítilla
sem engra mishæða varir, enda sáum við ekkert frá okkur, annað
en snjóiðuna. Þar kom, að við ultum niður langa brekku með
djúpum snjó og lentum neðan hennar í krapi, sem ekld fannst
botn í með kollóttu príki, sem annar okkar hafði í hendi. Brodd-
73