Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 86
Þeir læknarnir réðu nú ráðum sínum, að því búnu hófu þeir
aðgerðina, sem tókst vel, aðgerðin var í því fólgin, að þeir skáru
að náraboga og söguðu hann sundur, því næst tóku þeir barnið
með töngum. Barnið, sem var drengur, var mjög líflítið og
lögðu læknarnir hann yfir í annað rúm, með þeim ummælum
að strákurinn væri dauður, en það vildi eldri ljósmóðirin ekki
sætta sig við, heldur tók drenginn og tókst að lífga hann í
volgu baði. Kristmundur læknir taldi það kraftaverk er bams-
gráturinn heyrðist.
Aldrei hefi ég þjáðari sofnað, né sælli vaknað. En ekki var allt
búið, beinið er sagað var sundur, mátti ekki gróa saman aftur
og varð ég að gera mjög kvalafullar æfingar með fótunum dag-
lega, að því viðbættu, að græða önnur sár er ég hlaut við
fæðinguna og voru hreinsuð með joðáburði daglega. En allt fór
þetta vel og á ég það mest að þakka hinni fómfúsu og góðu
ljósmóður, Helgu Bjamadóttur, sem hjá mér var svo vikum skipti.
Þar þurfti mikinn þrifnað og ástundun, og það átti hún í ríkum
mæli.
Þessi læknisaðgerð var framkvæmd í gamalli baðstofu og svo
gisin var súðin, að sá í gras og mold í rifunum.
Þegar aðgerðinni var lokið, fylgdi maðurinn minn, Árni
Andrésson, læknunum að Drangsnesi. Þegar þangað kom vildi
Kristmundur læknir að þeir skáluðu fyrir drengnum og vel heppn-
naðri aðgerð, en Ólafur var ekki eins bjartsýnn og kvað ekki
mundi taka því, ég myndi ekki lifa vegna mikillar rotnunar
í legi. Kristmundur taldi að þeir hefðu gengið svo vel frá
öllu að engin hætta væri á ferðum, sem reyndist rétt því ég fékk
lítinn hita.
Veður var stillt og gott allan þennan tíma. En þegar farið
var með Ólaf lækni til baka til Hvammstanga, fór að hvessa
á vestan og fengu þeir versta útsynningsveður á heimleiðinni,
en allt fór betur en á horfðist. Þeir sem fóru þessa læknisferð
með Hjalta Steingrímssyni, voru Guðmundur bróðir minn, nú
bóndi í Bæ og Guðmundur Torfason, síðar á Drangsnesi, þá
húsmaður í Bæ, var mörg ár háseti hjá föður mínum, og trygg-
ur heimilisvinur.
84