Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 93
aldrei fengið það gott lag að þeir treystu sér. í því sprungu
lestarlúgurnar upp og sjórinn hækkaði á dekkinu, ég og þrír
aðrir komumst afturfyrir með því að fara fyrst í vantinn og
sjá okkur út lag þaðan og fikra okkur svo aftur með lunningunni,
því það var ekki stætt á dekkinu sökum halla og sjógangs.
Ég fór strax upp í brú til að vita hvort það væri nokkur
skipun og fékk þau fyrirmæli að setja á mig bjargbelti og losa
um flekann.
Ég lét ekki segja mér það oft, reif upp bjargbeltakistuna og
beltin upp úr henni og setti eitt á mig, fór svo aftur á báta-
pall ásamt öðrum háseta sem ég bað fyrst að kalla alla upp sem
þar voru, það var ekki búið að hringja af. (Það er, að búið sé að
nota vélina) og hefði líklega aldrei verið gert, ef loftskeyta-
maðurinn hefði ekki gert það.
Þegar ég kom aftur á bátapallinn var bakborðsbáturinn að
slitna niður og allt, sem lauslegt var, að skolast burt.
Við losuðum flekann og því næst stjórnborðsbátinn, en það
var ekki mögulegt að slá honum út, ég skar því á talíurnar
og önnur bönd sem hann var festur með, þetta tók c.a. 5—10
mínútur, þá voru allir komnir upp, nokkrir héldu sér aftast á
lunningunni sem þá var orðinn jafnhá bátapallinum. Var þá
mættur fyrsti stýrimaður og gefur sína síðustu skipun þar um
borð, að allir skyldu halda sér í bátinn. Skipstjórinn komst á
afturgálgann eftir að einn hásetinn hafði klætt hann í bjarg-
beltið.
Þegar við vorum búnir að losa öll bönd og skera seglið ofan af
bátmim, var mér litið fram, þá eru eftir fáein augnablik og þeim
gleymi ég seint. Brúin er að fara í kaf, ljósið í formastrinu er
að hverfa og byrjað að renna ofan í reykháfinn. Hávaðinn var
ægilegur, dampleiðslur sprungu og svo veðurgnýrinn og sjó-
skvampið, gegn um þennan hávaða heyrist svo eitt flaut frá okkar
skipi, snörp bára hafði komið á strenginn sem liggur að damp-
flautunni og opnað hana augnablik, það var síðasta kveðjan.
Hætturnar margfaldast. „Hætta á ketilsprengingu.“ „Brotsjóar.“
Og hættan á að sogast niður með skipinu.
Bjarni Ólafsson var búinn að dæla olíu og lýsi í sjóinn á-
91