Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 103
Á haustin var rekið í fóður, því Loftur átti fóðrafé allvíða
og allmargt. Hann greiddi fóðrin með harðfiski, hákarh og kom-
vöm. Einnig vom margir búnir að taka fyrirfram út á fóðrin.
Þegar lítið var um matbjörg hjá fólki var leitað til Loftar með
hjálp, og lét hann hvern hafa matbjörg eins og hann gat borið í
einni ferð og kostaði byrðin eitt lambsfóður. Það þótti mjög
eftirsóknarvert að reka úr fóðrunum á vorin til Loftar, það var
föst venja hjá honum að gefa þeim, sem komu með fóðraféð,
einhverja flík eða efni í flík, og ef unglingar vom með, þá var
kandísmoli sjálfsagður.
Þeir, sem oftast voru formenn á bátum Loftar, sem róið var
frá Eyjum, voru Guðmundur Jónsson frá Skarði, Guðmon
Guðnason, bjó lengi í Kolbeinsvík, og Gestur sonur Loftar, sem
einnig var formaður á áttæringi Loftar, er hét Skrauti. Honum
var haldið úti til hákarlaveiða frá Eyjum og Gjögri, og einnig var
hann hafður til verzlunarferða, bæði í spekúlantaskip og á Kúvík-
ur til Gamla-Thor. Saltfiskur frá haustinu var vaskaður á vorin
og þurrkaður. Algengustu vömtegundir, sem farið var með í kaup-
stað, vom dúnn, selskinn, saltfiskur, ull, hákarlslýsi og sellýsi.
Út var tekin allskonar vara, er þá var innflutt, og var það all-
miklu meira magn en þurfti til heimilisnota. Stundum var far-
in önnur verzlunarferð á haustin, því Loftur setti sér það mark-
mið að eiga næga matbjörg ef sveitungar hans kæmust í bjarg-
arþrot. Talið var, að hann ætti svo mikla matbjörg, að duga
myndi til framfæris öllum sveitungum hans í eitt ár. Á vorin
var lifandi fé rekið til Gamla-Thor á Kúvíkur og verzlað með það,
greiddar skuldir og tekin út vara. Þegar verzlað var í spekúlanta-
skipunum og eins hjá Gamla-Thor, var nóg vín á boðstólum. Loft-
ur fékk alltaf gefins vín á átta potta kút, en þeir sem með honum
vom fengu vín á þriggja pela flösku hver, og var það kallaður
nestis- eða ferðapeli. Það var venja í þessum ferðum, að enginn
mátti bragða á sínum nestispela meðan á ferðinni stóð. Ef eitthvað
var sopið á, var það úr flösku, er Loftur átti sjálfur, og gætti
hann þess alltaf að menn yrðu ekki ófærir þó eitthvað væri sopið
á.
Mikil fátækt var víða á þessum ámm. Ég rifja hér upp eina
101