Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 108
Ég man, að ég fékk fimm krónur í fermingargjöf og ég varði
þeim til að gerast áskrifandi að Tímanum. Hann kostaði nú
ekki meir í þá daga. Ég man enn glöggt, hve skrif þeirra Jónasar
og Tryggva höfðu geysimikil áhrif á mig á mínum unglings-
árum, svo ólíkir sem þeir voru.
Jónas fann upp ný stílbrögð í blaðamennsku.Hann gekk vana-
lega ekki beint framan að andstæðingi sínum, heldur sótti að
honum frá hlið og hitti þá vanalega svo vel í mark, að vörnum
varð ekki við komið. Tryggvi fann ekki beinlínis upp neitt nýtt
á þessu sviði. Hinsvegar tókst honum að lyfta hinum hefðbundna
kappræðustíl á hærra stig. Hann gekk ávalt beint fram að and-
stæðingi sínum, gunnreifur og sigurviss og naut baráttunnar,
sem hann háði jafnan af fullum drengskap. Drengskaparhugtakið
var honum heilagt og hann brást aldrei harðar við, en þegar hon-
um fannst, sem að andstæðingur hans hefði gengið á snið við
drengskapinn. Gat hann þá stundum orðið stórorður, og það svo,
að viðkvæmir andstæðingar fyndu hjá sér hvöt til að fá einhver
ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Ég minnist þess t.d, að
þegar Valtýr Stefánsson gekk úr Framsóknarflokknum og gerðist
ritsjóri Morgunblaðsins, komst Tryggvi þannig að orði, að sam-
kvæmt siðareglum fomum hefðu tvennskonar manngerðum aldrei
verið grið gefin, en það vom flugumenn og liðhlaupar.
Hann sótti mjög líkingar sínar og áhcrzluauka til fombók-
menntanna og Vídalínspostillu, urðu sum orðtök hans frá þeim
ámm á hvers manns vörum. T.d. sögðu menn oft sín á milli:
Eins og stendur í Sturlungu, eins og Tryggvi segir.
Sér grefur gröf, þó grafi, segjum við venjulega, þegar okkur
þykir eitthvað fara ógæfulega úr hlaði. Tryggvi lýsti slíku fyrir-
bæri, með öllu sterkari orðum, er sýnir hve fornmálið lá honum
ofarlega í huga: Þeir era að smíða öxina að hálsi sér.
Einhverju sinni var hann að deila á eitthvað, sem honum þótti
hafa gengið úrskeiðis í réttarfari þeirra tíma. Lýsti hann fyrir-
bærinu með eftirfarandi orðum úr Vídalínspostillu, nánar til-
tekið úr prédikuninni á föstudaginn langa:
„Þegar að dæma á milli bróður og bróður, á milli blóðs og
blóðs, og hinn rangláti ber fé í dóminn, en ágimdin kitlar þá
106