Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 111

Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 111
kvæntar konur. Maðurinn er kvæntur, og konan er gift, það er að segja, hún er manni gefin. Hitt skal svo ósagt látið, hvort kvenréttindakonur nútímans myndu vilja skrifa undir þetta möglunarlaust. Það mun hafa verið í febrúar 1935, er fundum okkar Tryggva bar saman í síðasta skifti og í raun og veru í fyrsta og síðasta sinn, er við ræddum saman, svo að orð væri á hafandi. Ég var þá kominn með búskaparhugleiðingar og gekk á fund hans í Búnaðarbankanum þeirra erinda að leita hófanna um lán til að byggja íbúðarhús. Það mál var auðsótt. Honum virtist beinlínis verða það mikil gleði, að gefa mér loforð um lán. Til þess lágu að vísu eðlilegar orsakir, er ég mun koma að síðar. Að loknu viðtalinu í bankanum bauð hann mér heim til sín í kaffi, og þar héldum við samræðum okkar áfram. Á þeim árum var það almenn trú meðal heiðarlegra borgara, að kommúnistar væru því sem næst glataðir menn. Tryggvi var ekki alveg laus við þessa trú. En þegar hann sá, að ég, þrátt fyrir minn pólitíska veikleika, hafði hug á að gerast bóndi og rækta jörð feðra minna, leit hann svo á, að ég væri ekki með öllu glataður. Gladdist hann innilega og vildi greiða götu mína í hvívetna. Hann settist hjá mér í sófann og ræddi við mig langa stund um mikilvægi bændastéttarinnar og um menningu bænda að fornu og nýju og um það, hve hagur bænda hefði batnað frá því, sem hann hafði verið áður fyrr, og hann lét í ljós óbifanlega trú sína á að hagur bænda og menning ætti eftir að blómgast á komandi árum. Ég hlustaði, skaut aðeins inn smáathugasemdum endrum og eins. Hann var kennarinn, ég lærisveinninn. Ef til vill hefi ég ekki verið honum sammála að öllu leyti. En hitt fann ég, að trú hans á framtíð sveitanna og þjóðfélagslegt mikilvægi bændastéttarinnar var einlæg og sönn. Ég hefi stundum hugsað um það síðan, að ef til vill hafi þessi bjargfasta trú og sannfæring átt einhvern þátt í, að hann lenti í andstöðu við sinn eigin flokk. 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.