Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 124
um hvíldi, voru þau eðlilega eftirsóttasti leikvangur fólks á okkar
aldri.
Nú var það eitt sinn, sem oftar, að við Veiga vorum að leik
á hjallloftinu og vegna stærðarmunar náði hún í riffil og stillti
mér upp í hinum endanum á loftinu og sagðist ætla að skjóta
mig. I óvitaskapnum þótti mér þetta ákaflega fyndið. Auðvitað
vissum við bæði, að ekki var skot í vopninu, þar sem gætt var
allrar varfæmi í meðferð slíkra verkfæra. Ekki er að orðlengja
það, að skot hljóp þó úr ólukkans vopninu, en vegna óhittni upp-
eldissystur minnar get ég kjaftað frá, þrátt fyrir loforð, eins og
áður greinir. Kúlan lenti í bjálka að baki mér. Verksummerki
voru máð út eins og vit og hæfni stóðu til og ekki veit ég til
að þetta mál hafi orðið á vitorði fyrr.
Nú skulum við hlaupa yfir tvö ár, eða þar til ég var fimm ára
og má ég hafa nokkurn formála. Um þetta leyti var búpeningi
slátrað heima í þar til gerðu húsi, sem allir kunna nafn á. Okkur
smáfólkinu var nú fremur haldið frá þessum athöfnum eftir því
sem hægt var, eins og hundunum, þótt af öðram orsökum væri.
Þrátt fyrir það fór lítið framhjá okkur, svo veraldarvön, sem við
vorum orðin. En vegna þessara leiðindahamla á persónufrelsi lét
ég koma krók á móti bragði. Eg rak minn prívat búskap, sem
var fólginn í söfnun músa, er áttu við mjög lífvænlegt atlæti að
búa í öskuhaugnum í fjósbrekkunni. Auðvitað sálgaði ég þessum
smádýrum mínum eftir kúnstarinnar reglum, þegar mér þótti
henta, enda taldi ég mig einna fjárríkasta bónda sveitarinnar og
mun þar ekki of mælt. Skinnin verkaði ég eftir því, sem ég hafði
séð til afa míns, er hann skóf og spýtti selskinn. Því miður er nú
þetta góða skinnasafn mitt glatað og sé ég eftir.
Það er alkunna, að kvenfólki er fremur í nöp við mýs, hvemig
sem á því stendur. Má ég láta þess getið, að oft hafði ég í vösum
mínum þessa dýrategund og gætti þá ekki alltaf að, þótt ein og ein
laumaðist upp úr.
Eitt sinn hokraði ég inni í eldhúsi og varð fyrii' einhverju að-
kasti frá Stínu, uppeldissystur mömmu, sem ég hef eflaust átt
sök á sjálfur. Þar eð mér hafði verið kennt að .,brúka ekki munn“
122