Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 24
hreppi og oddvitastörfum í 14 ár, var auk þess sýslunefndarmað-
1902 að Kleifum á Selströnd og bjó þar 5 ár, en fluttist þaðan til
Hólmavíkur 1907 og hefur dvalið þar síðan.
Guðjón tók meiri og minni þátt í stjóm Verzlunarfélags Dala-
sýslu frá því 1892 til 1899, er fjelaginu var skipt og Stranda-
mexm stofnuðu sjálfir fjelög handa sjer. Þá tók hann þegar við
forstöðu Verslunarfjelags Steingrímsfjarðar, sem hefur aðsetur sitt
á Hólmavík, og hefur hann einatt síðan verið formaður þess og
framkvæmdastjóri.
Eins og ráða má af framanskráðu, hefur lítt verið hlaðið undir
Guðjón Guðlaugsson á uppvaxtarárum hans og vegur hans fram
til menningar og mennta eigi verið sem greiðfærastur, og mun
þurfa eigi lítinn manndóm og sjálfsdáð til þess að ryðja sjer braut
einsog hann hefur gert, — brautina fram í flokk hinna þjóðnýt-
ustu manna þessa lands.
Guðjón var fyrst kosinn á þing fyrir Strandasýslu til þingsins
1893 og einatt endurkosinn þaðan af til 1908, og enn hlaut hann
þar kosningu 1911 og sat á þingunum 1912—13.
13. nóv. 1901 var hann skipaður í milliþinganefnd í fátækra-
og sveitarstjómarmálum og vann hann í henni sumarið 1902 og
veturinn 1904—5. Þótti starf þeirrar nefndar mikið og gott, enda
var hún góðum mönnum skipuð, en þeir, sem bera best skyn á
þesa hluti, eigna þó Guðjóni aðalstarfið og þakka það fyrst og
frernst festu hans og málafýlgi að lögin komust út úr þinginu 1905
fyrirstöðulítið.
Annars er það lýðum ljóst að Guðjón Guðlaugsson hefur haft
forgöngu ýmsra merkilegra mála á þingi og verið þar nýmæla-
og stórmælamaður; verður að eins drepið hjer á fátt af þeim.
Hann mun t. d. átt hafa frumhugmynd að stofnun „Ræktunar-
sjóðsins“, þótt annara sje tíðar við getið.
Þá var hann, eins og kunnugt er, frömuður og fyrsti meistari
girðingalaganna. Þetta girðingaefni (gaddavírinn) þótti lengi vel
ískyggilegt, stóð mönnum geigur af göddunum og þótti sem menn
og málleysingjar mundu fáir verða örkumlalausir á landi hjer, ef
þessar háskalegu girðingar yrðu upp teknar. Mættu því lögin
megnri mótspymu, svo á þingi sem utan þings. En fyrir þraut-
22