Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 23

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 23
Nátthagar voru það stórir að ærnar gátu legið á víð og dreif og venjulega grasi grónir. Smalinn tók ærnar úr nátthaganum og hélt þeim til beitar fram til kl. 8, að morgni, þá rak hann þær heim í kvíarnar, en þar biðu venjulega mjaltakonurnar og aðstoðuðu smalann við að kvía ærnar, en það var yfirleitt ekki nema fyrstu vikuna, sem þess þurfti með, ærnar vöndust fljótt kvíarekstrinum og runnu fyrir- hafnarlaust inn, þar röðuðu þær sér með höfuðin út að veggnum, svo það var venjulega auðvelt fyrir mjaltakonurnar að komast að þeim til að mjólka þær. Við hverja kind, sem búið var að mjólka, setti mjaltakonan mjólkurfroðu á bakið á ánni, svo hún sæi hverjar væru búnar ef röðin riðlaðist, tvær umferðir voru farnar undir hverja á. Að loknum mjöltum tók smalinn ærnar úr kvíunum og rak þær á afréttarlandið þar sem þeim var haldið til beitar. Smalinn fékk ákveðin fyrirmæli um það hvar hann skyldi halda ánum til beitar í hvert sinn og þýddi ekki fyrir hann að breyta út af þeim fyrirmælum, því húsmóðirin var svo glöggsýn, að hún sá það strax á nyt ánna og alveg sérstaklega á rjómamagninu ef hann hélt ánum til beitar annarsstaðar en hann hafði fyrirmæli um. Landið er mjög misjafnt að gæðum til beitar og kom það greinilega fram í rjómamagni mjólkurinnar. Ein af þeim reglum, sem smalanum voru settar, var það að reka ærnar hægt til beitar og af beit á kvöldin þegar þær voru reknar heim á kvíar. Fyrsta vika hjásetunnar var oftastnær erfið fyrir smalann, ærnar rásuðu mikið í leit að lömbunum, en smátt og smátt var eins og þær gleymdu þeim og þá fóru þær að verða rólegri. Um hádegisbil fór smalinn í kring um hópinn, sem hafði dreift sér um allstórt svæði og rak ærnar saman á einn stað, helst þar sem var sléttur grasbali. Þá lögðust ærnar og jórtruðu i mestu makind- um, en á meðan borðaði smalinn af nesti sínu. Eftir sem næst eina klukkustund fóru ærnar að standa upp aftur og héldu áfram að úða í sig kraftmiklum fjallagróðrinum. Þegar ærnar fóru að venjast hjásetunni, þurfti oft ekki að fara kringum þær og reka þær saman, nema tvisvar til þrisvar yfir 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.